Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Jarðskjálftaspár

Það hefur lengi verið draumur manna og þá kannski sér í lagi jarðvísindamanna að geta spáð fyrir um jarðskjálfta. Það hefur gengið illa. Fyrir skömmu kom fram kona nokkur og lét hafa við sig viðtal í Vikunni. Hún kvaðst oft hafa hringt í Veðurstofuna og varað þá við jarðskjálftum, sem hafi gengið eftir á þeim tíma sem hún fyrirfram tiltók.

Nú brá svo við að í þetta skipti, einmitt þegar svona mikið var við haft, þá kom ekki jarðskjálfti á þeim stað og tíma, sem spáin tiltók. Ææ.

En reyndar gerðist nokkuð merkilegt samt sem áður. Það urðu allstórir jarðskjálftar nákvæmlega á þessum tíma sem spáð var. Þeir voru eitthvað á stærð við Suðurlandsskjálftann 2008. Gallinn var bara sá, að jörð skalf ekki við Kleifarvatn á Íslandi, heldur á einhverri eyju í Indónesíu. Blessunarlega varð ekki manntjón.

Konan telur sig vita hvar Madeleine McCann er haldið fanginni í Portúgal. Hún skyldi þó aldrei vera á lífi í einhverju allt öðru landi? Óskandi væri að hún fyndist.


Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband