Sögulegt yfirlit Styrmis

er í megindráttum rétt. Það var ekki gæfuspor þegar viðskipti með kvótann voru gefin frjáls og handhafar veiðiréttinda gátu litið á þau sem raunverulega eign sína. Þetta var fyrst og fremst gjörð Framsóknarflokksins undir forystu Halldórs Ásgrímssonar, sem þá var sjávarútvegsráðherra og jafnan kallaður kvóta-Dóri, allavega á sínum heimaslóðum fyrir austan. Í kjölfarið sigldi svo skefjalaus sala á ríkiseigum. Póstur og sími, bankarnir allir, og fleira og fleira. Þetta var undir stjórn Davíðs, hins eina sanna. Því fylgdi svo algjört kæruleysi um vinnubrögð hinna nýju bankamógúla og engin tilraun var gerð til þess að fylgjast með þeim, hvað þá að hafa stjórn á gjörðum þeirra. Auðvitað gengu þeir á lagið. Það var aldrei við neinu öðru að búast. Ábyrgð á þessu stjórnleysi bera Davíð og Geir H. Haarde.

Nú er hið grátlega, að þegar pólitískir andstæðingar þessara manna komust til valda í síðustu kosningum, þá taldi almenningur að nú yrði skipt um. Heiðarleiki og opin stjórnsýsla yrðu ráðandi. Allt yrði uppi á borðum. En það hefur allt verið svikið. Man nokkur eftir einhverju kosningaloforði VG, sem núverandi stjórn hefur sett á oddinn? Það held ég að sé vandfundið. Ábyrgð á ástandinu núna bera þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Sigfússon. Eini "flokkurinn" sem ekki ber neina ábyrgð og kemst vonandi aldrei í aðstöðu til þess, er Hreyfingin, fyrrum Borgarahreyfingin.


mbl.is Ísland eitt og yfirgefið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 745

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband