Frestur á frest ofan

Þessir frestir eru mjög pirrandi svo að ekki sé meira sagt. Samt er það svo að ef maður trúir því að nefndin sé að vinna af heilindum og engin ástæða er til að telja annað, þá verður þjóðin að sýna því skilning að þörf sé á meiri tíma. Æskilegra er að skýrslan sé eins vel úr garði gerð og mögulegt er, heldur en að höndum sé kastað til lokafrágangs hennar.

Lengi hefur verið vitað að þetta yrði svartasta skýrsla sem nokkru sinni hefur verið tekin saman á Íslandi. Þar munu opinberast svo hrikalegir glæpir fjölmargra áhrifa- og valdamanna að hörðustu menn setur hljóða. Ég óttast að ríkisstjórnin muni beita Alþingi fyrir sig til þess að stinga skýrslunni undir bæði borð og stól og reyna svo að gleyma henni í einhverju skúffuhorni. Þjóðin verður með öllum tiltækum ráðum að koma í veg fyrir slíkt. Þessi skýrsla er unnin fyrir þjóðina en ekki Alþingi og/eða ríkisstjórn sérstaklega. Það er þjóðin sem á þessa skýrslu og verður að fá að sjá hana alla frá fyrsta bókstaf til hins síðasta. Svo er að vona að stærstu glæponarnir verði saksóttir og dæmdir, en það er utan starfssviðs þessarar nefndar. 

Er ekki nokkuð ljóst að það stefni í að Landsdómur verði kallaður saman í fyrsta sinn og einhverjir fyrrverandi og kannski núverandi ráðherrar verði saksóttir fyrir afglöp og vanrækslu í embætti?


mbl.is Gráti nær yfir efni skýrslunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband