Mannanafnanefnd er steintröll

Flestir úrskurðir mannanafnanefndar eru með þeim hætti að hvað rekst á annars horn. Nafnið Blær er fallegt nafn, meira að segja þó að mér finnist það ankannalegt á stúlku. En fordæmin eru til staðar og þá er úrskurður eins og mannanafnanefnd lét frá sér fara ekkert nema ranglæti.

Mér dettur í hug nafnið Elís. Það er nú til dags einvörðungu talið karlmannsnafn og vafalaust myndi mannanafnanefnd úrskurða þannig. En í manntalinu 1910 er ein Elís, kvenkyns. Eftir því sem Íslendingabók tilgreinir virðist nafnið Elís fyrst koma fram um miðja 17. öld. Margar konur báru nafnið fyrstu hundrað árin en fyrsti karlkyns Elís  er fæddur 1762. Á 19. öld var nafnið notað jöfnum höndum á bæði kyn en svo hvarf Elís kvenkyn og varð Elísa en Elís varð eingöngu karlkynsnafn. Þetta sýnir að nöfn geta skipt um kyn í hugum fólks.

Erlendis er sums staðar algengt að sama nafn sé notað af báðum kynjum. Mér dettur í hug nafnið Sam, sem að vísu mun vera stuttnefni stúlkna en oft eiginnafn stráka. Mörg fleiri dæmi eru til en ég ætla ekki að elta þau uppi núna.

Mannanafnanefnd er steinrunnið fyrirbæri sem ætti að leggja af hið snarasta.


mbl.is Fær að heita Blær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Það er stór hefð fyrir "unisex" nöfnum erlendis, og listinn er langur.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 31.1.2013 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband