Afsagnir ráðherra

Það er að færast í vöxt að ráðherrar segi af sér og er ekki nema gott eitt um það að segja. Hins vegar má deila um það hvort ástæða var fyrir Ögmund að segja af sér vegna þess að hann var á öðru máli en aðrir í ríkisstjórninni um afstöðu til Icesave málsins.

Hvers vegna þarf að gera þá kröfu að ríkisstjórnin sé öll á einu máli? Vissulega er það sterkara út á við, en þetta er nú einu sinni mál sem kom Ögmundi ekkert sérlega við sem heilbrigðisráðherra. Hann hefur hins vegar metið það svo að hann gæti aldrei fallist á sjónarmið hinna í ríkisstjórninni og myndi greiða atkvæði á móti þeim þegar til þeirra kasta kæmi.

En á ekki þetta sjónarmið við um fleiri ráðherra þessarar ríkisstjórnar? Til dæmis sker Jón Bjarnason sig úr hvað varðar afstöðu til Evrópumála. Mér sýnist líka að Svandís Svavarsdóttir skeri sig úr varðandi afstöðu til stóriðjumála.

Ef allir ráðherrar sem skera sig úr ráðherrahópnum hvað varðar einstök mál ættu að segja af sér yrði lítið eftir af þessari ríkisstjórn.


mbl.is Var ekki að fórna sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband