Eva Joly eins og frelsandi engill

Alveg er hún mögnuð þessi kona, Eva Joly. Það mætti halda að hún væri forsætisráðherra Íslands en ekki skömmin hún Jóhanna, sem hefur ekkert gert að því er séð verði til þess að berjast fyrir málstað þjóðarinnar. Hún hefur bara lagst flöt eins og barinn hundur og beitt sér með oddi og egg fyrir hagsmunum Breta og Hollendinga og barði ásamt Steingrími J. í gegn lög sem afnema fyrirvara Alþingis frá því í sumar. Ég held að það jaðri við landráð.

Greinin sem Eva skrifaði í haust vakti mikla athygli bæði í Hollandi og Bretlandi þó svo að allir hafi gleymt henni núna. Því kemur þetta viðtal á réttum tímapunkti og mun fá marga í báðum þessum (ó)vinalöndum okkar til að hugsa um stöðuna. Aumingjarnir okkar, sem eiga að heita ríkisstjórn Íslands, gera á sama tíma ekkert nema ógagn og munu berjast með kjafti og klóm fyrir samþykkt afglapa sinna, sem þessi nýsamþykktu "lög" þeirra eru.


mbl.is Joly harðorð í garð Hollendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þá er okkar að standa saman og reka þessa rikisstjorn !

ransy (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 23:40

2 Smámynd: Birna Jensdóttir

Já það væri fínt ef þeir sem kusu þetta komma fyrirbæri yfir sig mydu drullast til að koma þeim frá líka

Birna Jensdóttir, 8.1.2010 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband