Jóhannesar saga

Það getur varla liðið á löngu áður en saga Jóhannesar í Bónus verður skrifuð. Ferill mannsins er stórmerkilegur í raun, þó að hann sé ekki fagur að mínu mati. Hann hófst nógu fallega þegar Jóhannes byrjaði smátt og barðist fyrir að halda niðri vöruverði. Margur naut góðs af því og enn er ódýrast að versla í Bónus. En siðferði mannsins hrakaði og hin síðustu ár hefur hann virst vera alveg jafn gjörsneyddur öllu siðferði og sonur hans.
mbl.is Jóhannes hættir hjá Högum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þegar grant er skoðað var upphafð að Bónus ekki svo fallegt. Vonand verður sagan skrifuð af óvilhöllum sem nennir að kanna upphafið og hvernig allt þetta byrjaði. Sú saga er ekki falleg, ef rétt verður sagt frá!

Jóhannesar útgáfan af upphafi Bónus er sjálfsdýrkunar bull, sannleikurinn er allt annar og í takt við það sem síðar kom í ljós!

Vissulega lækkaði hann verðið til neytenda og er það gott, en með hvaða ráðum var það gert? Hverjir tóku á sig þann kostnað? Vissulega ekki Jóhannes og hanns fjölskylda!

Gunnar Heiðarsson, 30.8.2010 kl. 17:51

2 identicon

Ég hygg að hér hafir þú mikil lög að mæla Gunnar Heiðarsson. Framkoma hans við birgja sína (sem hann segir þó hafa verið ótrúlega fallega og bla bla bla) hef ég heyrt að hafi verið svívirðileg. Stórir kassar af nýuppteknum kartöflum hafi verið dæmdir hálfónýtir og bændur veigruðu sér við að láta endursenda þar sem flutningskostnaðurinn var gífurlegur og féllust því á að selja Bónus mönnum á hálfvirði. Endalaust margar svona sögur hefur maður heyrt í gegnum tíðina. Siðleysið og fantaskapur í krafti ráðandi markaðshlutdeildar hafi verið algjört.

Farið hefur fé betra.

/JG

Jón Gunnar Benjamínsson (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 17:59

3 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Takk strákar Gunnar og Jón Gunnar. Vera má að þið vitið betur um upphafið en ég, því að ég hef ekki glóru um hvernig hann byrjaði. Ég man bara eftir tveimur litlum og ódýrum verslunum, sem alltaf voru troðfullar af fólki vegna lágs vöruverðs.

Magnús Óskar Ingvarsson, 30.8.2010 kl. 22:27

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nú þurfum við að borga þetta lága vöruverð miklu hærra verði með sköttum og sparnaði í kerfinu allt vegna þess að fólk lét plata sig ár eftir ár því miður ég veit hvað hann gerði bændastéttinni þegar hann fékk kjöt og aðrar vörur þaðan svínaði verði niður og nú fáið þið að borga!

Sigurður Haraldsson, 30.8.2010 kl. 22:48

5 identicon

Bónus kom sem himnasending fyrir venjulegar fjölskyldur hverra laun fóru að stórum hluta í matarinnkaup.  Hagar brutu líka niður veldi Grænmetisverslunar ríkisins /Ágæti (eða hvað það svo hét) þannig hér fóru að fást ætar kartöflur í verslunum á skikkanlegu verði.

sn (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 08:54

6 identicon

Og ekki gleyma einu - menn fara í bisness til að græða - það er ekki, hefur aldreið verið og verður ekki í góðgerðarskyni gert.   Og  - menn eiga að græða í bisness - annars er hann illa rekinn.

sn (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 08:55

7 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Skattar gjöld og tollar hafa lækkað, fyrist um sinn lækkaði Jóhanns lika en í heildina litið þá í kraftir stærðar sinnar kraðsit hann hærri afsláttar frá heildssölum sem olli því að heildsala hækkuðu álögur, þannig að það er goðsögn að hann lækkaði vöruverð, í rauninii hefur hann hækkað vöruverð til muna, ekki greyma að hagkaup er hluti af högum og svo ekki sé minnst á dýrsustu búð í heimi 10-11, vörurnar í 10-11 eru keyptar inn á sama verði og bónus, og pælið í hver álagningin þar er.

Jóhann Hallgrímsson, 31.8.2010 kl. 09:47

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk Jóhann alveg hárrétt hjá Þér!

Sigurður Haraldsson, 2.9.2010 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 754

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband