Forgangsröðin

Í fjórða lagi þarf að tryggja aðlögun skulda heimila og fyrirtækja, með virkri þátttöku lánastofnana.

Af hverju er þetta í fjórða sæti af fjórum mögulegum? Þetta er bara eins og yfirlýsing um það að heimilin í landinu skipti minna máli en allt annað. Enda sést það á sívaxandi fjölda uppboða og þúsundunum sem eiga sitt eina athvarf á götunni fjölgar í sífellu. Hungraðir og klæðfáir öryrkjar og atvinnulausir eiga ekki of góða daga. Ríkisstjórnin veit klárlega hvar breiðu bökin eru. Hin virka þátttaka lánastofnana kemur hárbeitt fram í því að semja aldrei við einstaklinga eða smærri félög um að þeir greiði eftir því sem þeir geta, heldur er ýtrustu kröfum haldið til streitu og svo er bara krafist uppboðs og gjaldþrots. Þessi stefna er öllum í óhag, líka bönkunum, því að þeir fá minna út úr þessu heldur en með samningalipurð og sveigjanleika. En það er ekki von á góðu þegar gírugu stjórnendurnir eru líka vitgrannir.


mbl.is Þriðja endurskoðunin samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband