Gefur kost á sér

Ólafur Ragnar er búinn að vera þjóðinni betri en enginn í gegnum Icesave-ruglið, sem nauðsynlegt er að muna núverandi stjórnarflokkum vel og lengi. Hins vegar er engin leið að líka það þegar hann segist gefa kost á sér en gefur um leið í skyn að hann muni jafnvel hætta kannski á miðju kjörtímabili. Annaðhvort gefa menn kost á sér til fjögurra ára eða ekki. Það eina sem gæti valdið því að forseti hætti áður en fjögur ár eru liðin væri slæmt heilsufar eða andlát. Vonandi er hvorugt beinlínis á stefnunni hjá Ólafi. Samt er það svo að maður gæti setið uppi með það að verða að kjósa hann, allavega ef enginn með viti býður sig fram á móti honum. Einhverjir þeirra sem lýst hafa yfir framboði gætu dregið sig til baka. Ég geri ekki ráð fyrir að margir gefi kost á sér í viðbót. Þjóðin á bara einn Ástþór, það jafnast enginn á við hann. Og Jón Lárusson er algjörlega óskrifað blað. En það var nú Vigdís líka þegar hún bauð sig fram. Ég kaus hana ekki, en kunni samt vel við hana í embættinu frá og með þátttöku hennar í "kryddsíldinni" forðum hjá Margréti dönsku. Hins vegar hefur mér ekki líkað við hana eftir að hún varð fyrrverandi.
mbl.is Ólafur Ragnar gefur kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já félagi.  Ertu nokkuð búinn að gleyma bráðabirgðalögunum?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 16:48

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Nei Þorvaldur, enda varð hann ekki forseti með mínum tilstyrk, þó hann reyndar héldi embættinu út á meðal annars mitt atkvæði. Seint hefði ég kosið Ástþór, Snorra eða ???? sem enginn man eftir. Sama verður núna. Það bólar ekkert á því að þú bjóðir þig fram, svo að það verður engan að kjósa nema Ólaf.

Magnús Óskar Ingvarsson, 4.3.2012 kl. 20:33

3 identicon

Hvers vegna fyrirvari um lengd setu? Ólafur er nauðsynlegt neyðarúrræði fyrir þjóðina, nauðsynlegur varðmaður á viðsjárverðum tímum. Ef stjórnlagaþingi tekst að eyðileggja alveg vald hans og gera marklaust, og gera þjóðina óvarða þegna alvaldrar ríkisstjórnar, án undankomuleiðar, verður væntanlega tilgangslaust fyrir hann að sitja áfram. Stjórnarskrárbreyting er í sjálfu sér góð, sé hún framkvæmd af fólki sem veit sínu viti, með sannan lýðræðisanda að leiðarljósi, eins og gert var í BNA og Frakklandi. Sé nefndin sem þetta gerir einfaldlega undirsátar ríkjandi valdhafa, sem eru leppar annarlegra afla sumir hverjir, þá er um allt annað mál að ræða og hættulegra, og í raun verið að hæðast að lýðræðinu. Í stjórnlagaráði er gott og vandað fólk, í bland við stórhættulega og andlýðræðislega aðila...

Clear Thinking (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 05:41

4 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Ég ætla ekki að ræða óorðnar breytingar á stjórnarskrá í þessu samhengi.

Læt mér nægja að segja það eitt að kjörtímabilið er fjögur ár og sá sem býður sig fram til embættisins er að bjóa sig fram þann tíma allan.

Hins vegar lítur út fyrir að maður verði að kjósa Ólaf þrátt fyrir þennan annmarka á framboði hans, því að það örlar ekki á öðru vitrænu framboði svo að séð verði.

En svo vegna forvitni minnar: Hverjir eru hinir "stórhættulegu og andlýðræðislegu aðilar" í stjórnlagaráði? Ertu ekki að taka aðeins of stórt upp í þig Clear thinking (or maybe not)? 

Magnús Óskar Ingvarsson, 6.3.2012 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband