Björgólfar

Björgólfur. Hinn bjargandi, frelsandi álfur. Eða hitt þó heldur. Við eigum eina feðga, sem eru búnir að breyta merkingu þessa nafns til frambúðar. Hér eftir getur enginn tekið sér þetta nafn í munn án þess að hugsa um þjóf. Ég verð alveg að játa að þessi frétt um lán björgólfanna (viljandi með litlum staf, því að þetta er samheiti þjófa og fjárglæframanna) kemur mér ekki á óvart. Reyndar þó að einu leyti. Framúrkeyrslan er líklega miklu meiri en ég hefði giskað á.

Ég veit ekki hvaða refsing er við hæfi fyrir svona slöttólfa (ég meina björgólfa). Fangelsi er alls ekki viðeigandi, því að það er allt á kostnað ríkisins (minn og þinn) og þessir gaurar eru búnir að kosta okkur nóg. Sem betur fer fyrir þá, þá ræð ég engu. Því ef ég réði, þá yrðu settir upp gapastokkar á Lækjartorgi. Já, þið vitið, þessir gömlu og góðu, þar sem haus og hendur voru sett í viðeigandi stór göt og síðan lagður bjálki yfir. Læst með hengilás. Lyklinum hent í sjóinn. Öllum heimilt að spotta þá eða gera þeim hvaðeina annað til miska, en þó bannað að drepa þá. Allt annað leyfist. Þarna mættu þeir dúsa eins og í viku fyrir hvern milljarð sem þeir stálu. Það yrðu samtals fjölmörg ár. Á veturna mætti tjalda yfir þá, svona rétt til að halda í þeim tórunni.

Ég er svona glæpsamlega þenkjandi. Já, ég veit að það er ljótt. Gott fyrir þá að ég ræð engu. Kannski fá þeir að dveljast á Litla-Hrauns-hótelinu svona hámark í tvö ár á minn og þinn kostnað, étandi lúxusfæði og losna út eftir brot af dæmdum tíma. Það væri slæmt, því að á meðan er ekki hægt að loka inni barnanauðgara og aðra slíka, sem nauðsynlegt er að loka inni.

Þeir eru viðbjóður þessir björgólfar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 755

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband