Færsluflokkur: Umhverfismál
24.7.2009 | 22:07
GlobalWarming
Heimshlýnun? Frábært ef satt væri. En þetta er bara bull. Merkilegt að stórgáfaðir vísindamenn skuli festast í slíkum ranghugmyndum. Heimshlýnunartrúaðir setja áróður sinn fram með viðmiði við 1880 eða svo. Það er bara vegna þess að það hentar þeirra málflutningi. Þessi mannskapur minnir á Greenpeace og WWF. Stefnan er bara sú sem hentar til þess að fá fé í sjóðina. Rök á móti málstaðnum eru ekki rædd nema í lítillækkandi tón og af fullkominni fyrirlitningu.
Í Bandaríkjunum er nýr forseti. Hann höfðar vissulega til mín. Ég hreifst mjög af Cairo-ræðu hans, sem var frábær. Barack Obama er að gjörbreyta heimsmyndinni þessa dagana. Fíflið sem áður sat í Hvíta húsinu, var búinn að fá allan almenning veraldar upp á móti Bandaríkjunum. Obama hefur snúið þessu svo gjörsamlega við að hvarvetna hefur jákvætt álit á Bandaríkjunum vaxið og sums staðar meira en þrefaldast. Eina landið þar sem jákvæð afstaða íbúa til Bandaríkjanna hefur minnkað er Ísrael. Það stafar af yfirlýsingum Obamas um það að Ísrael verði að virða Palestínuaraba og hætta að stofna nýjar landnemabyggðir. En hann hefur jafnframt lýst því yfir að Palestínuarabarnir verði að hætta að skjóta eldflaugum á almenning í Ísrael og leggja niður sjálfsmorðssprengjuárásir. Það finnst Ísraelum greinilega lítið gefandi fyrir og verður svo að vera. Það ræður hver sinni afstöðu.
Eini gallin við nýja forsetann í Bandaríkjunum er sá, að hann skuli vera heimshlýnunartrúar. Þeirri trú fylgir þó það gott að hinir trúuðu eru áfram um að draga úr mengun mannskepnunnar. Það finnst mér gott mál, en vil að það sé gert á málefnalegum forsendum, en ekki vegna heimshlýnunartrúar.
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hugleiðingar
Tenglar
Mínir tenglar
- Wikipedia á íslensku Sívaxandi fróðleiksbrunnur...
- Heimshlýnunarofsatrúin Síða sem sýnir fram á bullið
- Heimshlýnunarrugl-2 Þetta er jafnvel betri síða
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar