Gott mál

Nú eru málin loksins (kannski) að þróast í rétta átt. Og eins og fyrri daginn eru það Bretar og Hollendingar sem taka réttu skrefin fyrir okkur. Ekki hafa íslensk stjórnvöld vit til slíks. Við eigum alls ekki að semja við þessar þjóðir um eitt eða neitt. Báðir þeir "samningar" sem Alþingi hefur samþykkt undir beinum og óbeinum hótunum ráðherranna eru fullkomin nauðung. Sem betur fór höfnuðu (ó)vinir okkar þeim fyrri eftir að Alþingi hafði sett fyrirvarana á og nú eftir fáeina daga munum við sjálf hafna þeim síðari, sem er glæpsamlegur ganvart íslenskri þjóð og ætti að sækja ráðherrana til saka fyrir að berjast með kjafti og klóm fyrir samþykki hans.

Eftir að þessi "samningur" hefur verið sendur út í hafsauga (og ríkisstjórn Íslands mætti fylgja honum þangað, svo hraksmánarlega sem hún hefur staðið sig) eigum við ekki að leita nýrra samninga, heldur bara bíða. Sendum þeim boð um að þeitr eigi tvo kosti. Annar er sá að þeir hirði Landsbankann úti, sjái sjálfir um sölu og uppgjör eigna og láti okkur svo í friði og afskrifi það sem út af stendur. Hinn kosturinn er sá að þeir sjálfir höfði mál á hendur okkur. Við vitum að það vilja þeir alls ekki. Á því er sú einfalda skýring að þeir vita sem er að þeir riðu ekki feitum hesti frá slíkri málshöfðun. Svo myndum við senda AGS heim og þakka fyrir það sem ekkert var.
mbl.is Ráðgera ekki frekari viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband