28.2.2010 | 05:36
Leynifundir?
"Leyni"fundir eru í góðu lagi svo lengi sem fréttir af þeim eru jafn greinargóðar og þessi frétt er. Það er af hinu góða að Hollendingar skuli sitja hjá, það er þá "einu fíflinu" færra að fást við í einu. Þeir munu svo semja við okkur á sömu nótum og Bretar, verði af samningum á annað borð. Ekkert virðast Bretar óttast meira en fyrirsjáanlegan dóm íslensku þjóðarinnar í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu og eru tilbúnir í nánast hvað sem er til þess að koma í veg fyrir að hún fari fram. Það er aðeins einn maður á jarðarkringlunni hræddari við þessa þjóðaratkvæðagreiðslu en Bretar eru. Sá maður heitir Steingrímur og er öflugasti bandamaður Breta í þessu máli undanfarna 10 mánuði. Hann er þó eitthvað farinn að dala í ofbeldisaðgerðum sínum en jafnframt vex ótti hans við dóm þjóðar sinnar, sem yfir honum vofir.
Leynifundur um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hugleiðingar
Tenglar
Mínir tenglar
- Wikipedia á íslensku Sívaxandi fróðleiksbrunnur...
- Heimshlýnunarofsatrúin Síða sem sýnir fram á bullið
- Heimshlýnunarrugl-2 Þetta er jafnvel betri síða
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.