Að sjálfsögðu fara menn á kjörstað

Alveg er það furðulegt að ráðamenn þjóðarinnar, einmitt þeir sem hæst hafa galað um þörf fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur, skuli lýsa því yfir að þeir ætli að sniðganga kosningarnar. Vel má vera að þetta sé bjargföst sannfæring þeirra sem að baki þeirri ákvörðun liggur, en ef sú leyndarstefna, sem þau hafa ástundað allt frá upphafi valdaferils síns, á nokkurn rétt á sér nokkru sinni, þá á það við um þetta. Þau eiga alls ekki að gefa upp neitt um afstöðu sína til kosninganna umfram það sem felst í daglegu og pólitísku argaþrasi þeirra. Spurningum misviturra fréttamanna: i) Munt þú fara á kjörstað? og ii) Hvernig ætlar þú að kjósa? ættu þau að svara með i) Auðvitað  og ii) Kosningar á Íslandi eru leynilegar og það verður ekki gefið upp hér hvernig ég mun kjósa. Kostirnir eru þrír: Já, nei og að skila auðu. Allir eiga fullan rétt á að halda leynd yfir atkvæði sínu.
mbl.is 12.297 atkvæði skráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Akveg hjartanlega sammála.

Hulda Haraldsdóttir, 6.3.2010 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband