Sér hann ljósið?

Gott er ef rétt reynist að efnahags- og viðskiptaráðherra þjóðarinnar sé búinn að átta sig á því að við höfum ekkert við alla þá peninga að gera sem AGS vill að við tökum að láni. Það sem hefur gert ástandið hér verulega slæmt er fyrst og fremst ríkisstjórn Íslands. Þessi ummæli Gylfa eru með því fyrsta vitræna sem frá þeim hefur heyrst í langan tíma. En það verður önnur saga hvort Gylfa tekst að koma nokkru viti fyrir Steingrím. Og ljóst er að ef þá tvo greinir á þá ræður Steingrímur. Eða er það ekki?
mbl.is Hugsanlega hagstæðara að fresta lántökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég man ekki betur en að Steingrímur hafi verið á móti AGS þegar hann var í stjórnarandstöu...?

anna (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 20:06

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Já. Það er bara liðin tíð.

Magnús Óskar Ingvarsson, 22.3.2010 kl. 20:41

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Stjórnvöld eru að vinna gegn almenningi það er orðið ljóst. Sem betur fer komst icesave ekki í gegn þann 05.01.2010 það sat ég ekki hjá var í fararbroddi í mótmælum gegn þeirri pólitísku nauðgun sem var framkvæmd á alþingi til að koma icesave í gegn.

Þeir sem stálu af okkur haf ekki náðst og þeirra gjörningar um eignir sem fluttar voru á aðrar kennitölur fyrnast í ágúst, stjórnvöld gera ekkert til að framlengja þann frest! En þegar flugvirkjar fóru í verkfall tók ekki nema nokkra tíma að setja lög á þeirra réttindi.

Sigurður Haraldsson, 22.3.2010 kl. 23:54

4 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Já, þetta er furðulegt, Sigurður. En verðum við ekki að láta okkur gruna hvað það er sem stjórnvöld raunverulega vilja, útfrá gerðum þeirra og aðgerðaleysi?

Magnús Óskar Ingvarsson, 23.3.2010 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband