30.3.2010 | 20:18
Við borgum það sem okkur ber samkvæmt dómi
Er það ekki eina raunhæfa stefnan? Við eigum ekki að bjóða Bretum og Hollendingum upp á neitt annað. Á meðan þeir fallast ekki á dómstólaleið fá þeir engar greiðslur, nema að þeir gætu svo sem gengið að frystum eignum í löndunum tveimur og það væri bara af hinu góða. Þeir eiga að hirða þær eigur og sjá sjálfir um að koma þeim í verð. Við eigum ekki að vera til viðræðu um neitt annað né meira.
Ísland kann að skorta stuðning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hugleiðingar
Tenglar
Mínir tenglar
- Wikipedia á íslensku Sívaxandi fróðleiksbrunnur...
- Heimshlýnunarofsatrúin Síða sem sýnir fram á bullið
- Heimshlýnunarrugl-2 Þetta er jafnvel betri síða
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það eru ekki Bretar og Hollendingar sem vilja forðast dómstólaleiðina, það eru okkar stjórnvöld. Skiljanlegt, þar sem lagafordæmið er til og málið fyrirfram tapað. Við gætum jafnvel verið dæmd til að greiða alla upphæðina, ekki bara tryggingarupphæðina. Frystar eignir í löndunum tveimur eru ekki eignir Íslenska ríkisins og geta því ekki komið til greiðslu skuldar Íslenska ríkisins. En, til dæmis, er Landsvirkjun eign Íslenska ríkisins. Viltu taka sjensinn á að Bretar og Hollendingar eignist Landsvirkjun og fái jafnvel slatta af kvóta?
Alþingi samþykkti samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Samkvæmt honum hefur tilskipun Evrópusambandsins um innlánatryggingakerfi lagagildi hér á landiInnlánatryggingakerfin tryggja að samanlögð innlán hvers innstæðueiganda séu tryggð upp að um 20.000 evrum ef innlánin verða ótiltæk. Útibú þarf ekki lengur að fá leyfi í gistiríki, því allsherjarleyfið gildir alls staðar í bandalaginu, og lögbær yfirvöld í heimaríkinu fylgjast með gjaldhæfi þess. (Ath. ekki Bretar eða Hollendingar heldur lögbær yfirvöld í heimaríkinu, okkar yfirvöld.) Þegar gjaldþrota lánastofnun er lokað verða innstæðueigendur í útibúum í öðrum aðildarríkjum en þar sem lánastofnunin hefur höfuðstöðvar að njóta verndar sama tryggingakerfis og aðrir innstæðueigendur í stofnuninni. (Þannig að Bretar og Hollendingar gætu gert kröfu um að Íslenska ríkið borgaði allt, eins og það gerði á Íslandi. En ekki bara upphæð tilskipunarinnar, tryggingarupphæðina.) Árið 2004 var þýska ríkið dæmt til að greiða innistæðueigendum þessar 20.000 evrur á grundvelli tilskipunarinnar. Þýskaland hafði ekki staðið sig í lagasetningunni, hinn Þýski Tryggingasjóður innistæðueigenda gat ekki borgað. Þýska ríkið bar ábyrgð á að hinn Þýski Tryggingasjóður innistæðueigenda stæði við tilskipun Evrópusambandsins. Og Þýska ríkið var dæmt til að að borga.Þannig að það er kristal tært að Tryggingasjóður innistæðueigenda á að borga þessa Icesave skuld og Íslenskum yfirvöldum bar að sjá svo um að hann gæti það.Það var á ábyrgð Íslenska ríkisins að setja lög og reglur sem tryggðu að Tryggingasjóður innistæðueigenda gæti staðið við 20.000 evrurnar. Íslenska ríkið gerði það ekki. Þvert á móti lækkuðu Íslensk stjórnvöld framlög bankana til Tryggingasjóðsins. Það var gert til að þeir færu síður yfir á útlendar kennitölur og færu að borga skatta í öðru ríki.
Ábyrgðin liggur öll hjá okkur. Okkar stjórnvöldum sem ekki stóðu sig sem skyldi í lagasetningu og eftirliti. það var á okkar ábyrgð að fylgjast með þessum fyrirtækjum, þau störfuðu undir okkar lögum og okkar eftirliti. Bretar og Hollendingar lánuðu okkur fyrir þessum greiðslum og vilja nú vita hvernig við ætlum að borga. Þeir bjóða okkur lán með vöxtum til einhverra ára ef Íslenska ríkið ábyrgist greiðslurnar. Þeir væru sennilega ekkert ósáttir við að við greiddum þetta strax, ef við ættum einhvern pening eða gætum einhverstaðar fengið lán.Það er ekki og hefur aldrei verið nein spurning hvort við ættum að borga. Bara hvernig.
sigkja (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 21:50
Takk fyrir innlitið!
Þú ert bara eins og Steingrímur. Fyrsta flokks talsmaður Breta og Hollendinga! En mér líkar það ekki. Við verðum aldrei sammála á þessum nótum. Við borgum það sem okkur ber samkvæmt dómi. Hvað er svona erfitt við að samþykkja það?
Magnús Óskar Ingvarsson, 31.3.2010 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.