Ekki Kristur

Líkurnar á því að hér sé um Jesú Krist að ræða eru nánast engar. Miklar deilur hafa staðið um aldur klæðisins, en fullvíst telja margir vísindamenn að það sé mörgum öldum nær okkur í tíma en frá síðustu ævidögum Krists. Hitt er samt kannski jafn fullvíst, að sá sem klæðið var vafið um hafi liðið miklar þjáningar og jafnvel verið krossfestur, en sú aðferð við aftökur var lengi notuð eftir daga Krists. Vonandi gerir History Channel fulla grein fyrir þessari stöðu í umræddri mynd. Ef ekki, þá eru þeir að falsa staðreyndir.
mbl.is Andlitsmynd af Jesú Kristi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Margsönnuð fölsun frá miðöldum eins og hver einasti Kaþólskur helgigripur. Rétt að minna á að til eru a.m.k.3 forhúðir af kristi í kirkjum Evrópu, naglarnir, sem  hann var negldur upp með, bandið sem hann var bundinn með, kyrtillinn hans, bútar úr krossinum, bekkur sem hann smíðaði þegar hann var lítill á verkstæði föður síns og svo má lengi telja. Það er alger brandari að fólk skuli vera að  ómaka sig við að eyða orðum á þessa vitleysu.  Hesús var afar líklega aldrei til, ef út í það er farið, einss og fleira, sem nefnt er í testamenntunum. Nasaret var ekki til á tímum Krist enda hvergi nokkurstaðar minnst á þann bæ nema í tveimur guðspjöllum og þá meina ég hvergi. Emmau, Magdala, Arimathea, Betlehem í Júdeu voru heldur ekki til, and the list goes on and on and on.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.3.2010 kl. 21:50

2 identicon

En hvað ef ef  þetta skyldi nú allt saman vera satt???

Bjössi (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 22:13

3 identicon

Ööööö...  Ekki séns Bjössi.  Með fullri virðingu, þá eru öll þessi trúarbrögð bara gömul hindurvitni eins og grýla og jólasveinarnir.  Og reyndar eru jólasveinarnir og co nær því að hafa nokkurn tíman verið til.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 22:58

4 identicon

Ööööö... Jú Jón Ingi minn. Með fullri virðingu að þá gæti þetta alveg verið sannleikur.

Bjössi (IP-tala skráð) 1.4.2010 kl. 01:02

5 identicon

"Falsa staðreyndir"? Það er verið að tala um að þetta sé líkklæði Krists, auðvitað er verið að falsa staðreyndir. Af hverju ætti þetta að vera hann frekar en einhver annar? Það að fólki skuli blöskra þessar sögur finnst mér undarlegt.

Sóley (IP-tala skráð) 1.4.2010 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband