Rétt ákvörðun

Loksins tók Björgvin rétta ákvörðun. Best hefði auðvitað verið ef hann hefði ekki boðið sig fram í síðustu kosningum. Mín skoðun er sú, að allir sem einhverju réðu þegar hrunið varð og áður, eigi að víkja af þingi. Jóhanna, Össur, Steingrímur ...  Við höfum ekkert við þetta lið að gera. Allir þeir í hópi þingmanna sem eru skuldunum vafðir og finnst það ekkert athugavert eiga sömuleiðis að láta sig hverfa. Hvað um þau Bjarna Benediktsson og Þorgerði Katrínu? Út. Allir þeir þingmenn sem eru heimilisfastir úti á landi og reka sýndarheimili í Reykjavík og þiggja fyrir það ótrúlegar fjárhæðir? Burt með þetta lið. Ég hef áður lýst þeirri skoðun að 2/3 hlutar þeirra sem nú eiga sæti á þingi ættu að hverfa þaðan. Alls ekki er þó þar með sagt að ég telji alla hina (1/3) vera hæft fólk. Ónei, langt frá því.
mbl.is Björgvin víkur af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Helgason

Hvað og þurrka sjálfstæðisflokkinn út nei nei Það gengur ekki, og framsókn gengur ekki heldur þá verður engin til að segja þeim til sem eftir sitja, þá flæða kettirnir óheftir um allt og restin af samfylkingunni gera ekkert annað allan daginn en að standa í smölun það gengur ekki heldur, miklu betra að hafa þetta eins og það er,

Við getum þá verið viss um að þetta lið er á þingi og gengið að þeim vísum.

Annars ætti að setja óeirðargirðingar sérsveitarinnar upp við húsið strax , ekki til að halda fólki úti heldur inni

Sigurður Helgason, 15.4.2010 kl. 17:29

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Já, þú meinar, ... !

Magnús Óskar Ingvarsson, 15.4.2010 kl. 17:31

3 identicon

Ég tek hatt minn ofan fyrir honum á sama tíma og mér finnst það algerlega lýsandi dæmi um siðferði ALLRA  annara þingmanna að það skuli vera HANN - HANN sem "fékk" ekki einu sinn upplýsingar eða svo mikið sem að mæta á fundi.

Ingibjörg Sólrún á ALDEILIS eftir að svara fyrir það.

MargrétJ (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 17:53

4 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Rétt Mrgrét. Ég ber virðingu fyrir þessari ákvörðun Björgvins út af fyrir sig. Hvað Ingibjörgu Sólrúnu varðar þá geri ég ekki ráð fyrir að frá henni berist skiljanlegt svar frekar en endranær. Það verður bara einhver hrokaræðan.

Magnús Óskar Ingvarsson, 15.4.2010 kl. 18:04

5 identicon

Þetta er bara sýndarmennska hjá Björgvin.

Hallur (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 18:09

6 Smámynd: Sigurður Helgason

Hallur,,,,, það er fínt,köllum á fleiri með sýndamensku,

 ekki veitir af   

Sigurður Helgason, 15.4.2010 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband