17.4.2010 | 23:10
Fréttamannamálfar
Í fréttinni er haft eftir Jóhönnu: Alvarlegra er að lög eru leidd að því að stjórnendur þeirra hafi ekki einvörðungu farið á svik við lög og reglur heldur einnig brotið gegn lögum í veigamiklum atriðum. Ekki vil ég trúa því að hún hafi hagað máli sínu með þessum hætti og trúi ég þó ýmsu misjöfnu upp á hana. Menn leiða ekki lög að neinu, heldur rök. Svo fara menn heldur ekki á svik við eitt eða neitt og ekki einu sinni lög eða reglur. Hins vegar er mjög algengt að menn fari á svig við bæði lög og reglur. Þannig ætti þessi málsgrein að vera: Alvarlegra er að rök eru leidd að því að stjórnendur þeirra hafi ekki einvörðungu farið á svig við lög og reglur heldur einnig brotið gegn lögum í veigamiklum atriðum. Mér þykir trúlegt að þannig hafi þetta verið hjá Jóhönnu, en fljótfærum fréttamanni hefur tekist að fara á svik við íslenskt mál og brjóta lög þess og reglur. En það er nú bara vort daglega brauð.
Um bloggið
Hugleiðingar
Tenglar
Mínir tenglar
- Wikipedia á íslensku Sívaxandi fróðleiksbrunnur...
- Heimshlýnunarofsatrúin Síða sem sýnir fram á bullið
- Heimshlýnunarrugl-2 Þetta er jafnvel betri síða
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.