Fréttamannamálfar

Í fréttinni er haft eftir Jóhönnu: „Alvarlegra er að lög eru leidd að því að stjórnendur þeirra hafi ekki einvörðungu farið á svik við lög og reglur heldur einnig brotið gegn lögum í veigamiklum atriðum.“ Ekki vil ég trúa því að hún hafi hagað máli sínu með þessum hætti og trúi ég þó ýmsu misjöfnu upp á hana. Menn leiða ekki lög að neinu, heldur rök. Svo fara menn heldur ekki á svik við eitt eða neitt og ekki einu sinni lög eða reglur. Hins vegar er mjög algengt að menn fari á svig við bæði lög og reglur. Þannig ætti þessi málsgrein að vera: „Alvarlegra er að rök eru leidd að því að stjórnendur þeirra hafi ekki einvörðungu farið á svig við lög og reglur heldur einnig brotið gegn lögum í veigamiklum atriðum.“ Mér þykir trúlegt að þannig hafi þetta verið hjá Jóhönnu, en fljótfærum fréttamanni hefur tekist að fara „á svik“ við íslenskt mál og brjóta lög þess og reglur. En það er nú bara vort daglega brauð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband