10.5.2010 | 12:26
Samdráttarskeiði lokið í Lettlandi
"Samdráttarskeiðinu er lokið í Lettlandi ef marka má nýjar upplýsingar frá hagstofu landsins. Á fyrsta ársfjórðungi mældist hagvöxtur 0,3% í Lettlandi en landið er það ríki Evrópusambandsins sem varð einna verst úti í kreppunni."
Þetta er gleðifrétt fyrir Letta. Samkvæmt þessu eru þeir nú algjörlega á botninum og getur leiðin því legið upp á við á næstu árum. Því miður er ástandið ekki svona gott hjá okkur. Fjármálaráðherrann hefur "lofað" tuga milljarða niðurskurði á útgjaldahlið ríkisreiknings að minnsta kosti til 2013 og segir að af því verði enginn afsláttur gefinn. Þetta þýðir ekkert annað en samdrátt í framkvæmdum, aukið atvinnuleysi, skertar bætur af öllu tagi, og þar með enn frekari samdrátt en orðið er. Ekki er fyrirsjáanlegur hagvöxtur næstu árin með þessu móti. Við munum því ekki ná okkar botni fyrr en einhvern tímann eftir 2013, segjum 2015 eða svo. Þá er öll uppleiðin eftir. Við verðum ekki búin að jafna okkur á þessari kreppu fyrir 2020 og jafnvel miklu síðar. Það er ekki glæsileg framtíð sem bíður okkar hér á Íslandi.
![]() |
Samdráttarskeiði lokið í Lettlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hugleiðingar
Tenglar
Mínir tenglar
- Wikipedia á íslensku Sívaxandi fróðleiksbrunnur...
- Heimshlýnunarofsatrúin Síða sem sýnir fram á bullið
- Heimshlýnunarrugl-2 Þetta er jafnvel betri síða
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.