11.5.2010 | 12:59
Stórfrétt frá Hollandi
Ég heyrði í útvarpi áðan, en veit ekki á hvaða rás, frétt, sem mér finnst ákaflega mikilsverð fyrir Ísland og Íslendinga. Ég fann samt ekkert um þetta á mbl.is eða öðrum fréttamiðlum við snögga leit.
Samkvæmt fréttinni fékk Seðlabanki Hollands harðan áfellisdóm frá rannsóknarnefnd á vegum hollenska þingsins fyrir framgöngu sína í Icesave málinu. Það er alveg greinilegt að eftir því sem lengri tími líður án þess að nokkuð sé umsamið í þessu máli, koma fram sífellt fleiri atriði, sem styrkja okkar málstað. Það er ekki vafi á því að með því einu að láta tímann líða og ræða ekkert við Breta og Hollendinga munu þessi mál lognast út af. Báðar þessar þjóðir eru að átta sig á því að þær hafa beitt okkur ofbeldi. Þær munu aldrei viðurkenna það opinberlega, en heldur leyfa bara málinu að sofna hægt og hljótt.
Hættulegast fyrir íslenskan málstað er það einvalalið vitleysinga sem situr í ríkisstjórn Íslands. Liggur við að hvert orð sem fram gengur af munni Jóhönnu, Steingríms og Gylfa í þessu máli verði Íslands óhamingju að vopni. Þau þrjú eru okkur hættulegri en ríkisstjórnir hinna landanna tveggja samanlagðar.
Um bloggið
Hugleiðingar
Tenglar
Mínir tenglar
- Wikipedia á íslensku Sívaxandi fróðleiksbrunnur...
- Heimshlýnunarofsatrúin Síða sem sýnir fram á bullið
- Heimshlýnunarrugl-2 Þetta er jafnvel betri síða
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það kom fram í þessari skýrslu að IceSave væri algjörlega Íslendingum að kenna, Hollendingar hefðu ekkert geta gert í málunum. Seðlabankinn á Íslandi og FME hefðu átt að stöðva IceSave því þeir voru þeir einu sem máttu það. Ég sá frétt um þetta í gær á einhverjum vefmiðlinum.
Bjöggi (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 13:14
Í Jan de Wit skýrslunni kemur fram, að bankaeftirlitið í Hollandi (DNB) bar fulla ábyrgð á starfsemi Icesave, á tvennan hátt:
Eins og oft hefur komið fram, hvíldi öll eftirlitsskylda á starfsemi Landsbankans í Bretlandi og Hollandi á fjármála-eftirliti þessara landa, þar sem þau voru gisti-ríki Landsbankans. Þrjár ástæður er hægt að tilgreina:
Loftur Altice Þorsteinsson, 11.5.2010 kl. 14:54
Bjöggi: Takk fyrir innlitið. Ert þú ekki að lesa eitthvað öfugt eins og skrattinn biblíuna?
Magnús Óskar Ingvarsson, 11.5.2010 kl. 15:34
Loftur: Takk fyrir þetta, ég hélt mig vita að hlutirnir væru svona.
Magnús Óskar Ingvarsson, 11.5.2010 kl. 15:34
Stórfrétt !! Sorry ! þetta er ekki einusinni "hálmstrá", Bjöggi hefur því miður rétt fyrir sér.
Loftur segir "Höfuðstöðvar Landsbankans voru utan Evrópusambandsins" en gleymir þar með EES.
Og svo aftur "Landsbankinn var með starfsstöðvar (physical presence) í Bretlandi og Hollandi" þetta voru útibú í þessum löndum. og þá er ábyrgð og eftirlit hjá "móðurlandi" það er einungis starfsleyfið sem "vistlandið" veitir, þarna er komin skýringin t.d. hversvegna "hrun" bankanna í öðrum löndum eins og t.d. Noregi ekki fengu svona afleiðingar eins og í Hollandi og Bretlandi, vegna þess að í öðrum löndum var ekki leyft að stofna útibú, heldur voru þetta sjálfstæðir "dótturbankar" og heyrðu þar með alfarið undir þau eftirlit þeirra landa sem þeir voru í.
Svo getum við verið "eftirávitur" og sagt að þessar þjóðir hefði aldrei átt að leyfa útibú í Hollandi og Bretlandi, þar með hefði bönkunum heldur aldrei tekist að "sanka" að sér svo miklu fé sparifjáreigenda sem raun bar vitni, en það var nú gert og afleiðingarnar eftir því.
Ath. Þetta hefur ekkert með álit mitt á (van)hæfni núverandi ríkisstjórnar til að leiða Icesave málið til lykta.
Kristján Hilmarsson, 11.5.2010 kl. 15:54
Kristján, ég gleymi ekki Evrópska efnahagssvæðinu (EES), en hvað varðar starfsemi banka innan EES, þá kemur nefndur mismunur greinilega fram í fjölmörgum tilskipunum ESB. Til að öðlast skilning á málinu, er nauðsynlegt að menn kynni sér tilskipanirnar og lepji ekki upp rangfærslur og misskilning sem víða er að finna.
Fjármálaeftirlit Bretlands (FSA) segir:
· Icesave was a trading name of Landsbanki Islands HF…
· Landsbanki Islands HF was authorised by the Financial Services Authority (FSA) from December 2001…
· It had an office in London, which meant that, as it had a physical presence in the UK, it was required to top-up to the FSCS...
· We would confirm that the FSCS will pay compensation to the maximum limits, irrespective of the size of the levy paid to them.
· Please be aware that there is no maximum levy, and that this is charged to the business group that it is being raised for, for example, stockbrokers, or mortgage lenders.
Þessi umsögn FSA staðfestir nákvæmlega það sem ég hef sagt. Ef þú hefur aðrar meiningar Kristján, væri áhugavert að sjá röksemdir fyrir þeim skoðunum.
Loftur Altice Þorsteinsson, 11.5.2010 kl. 16:09
Kristján: Það eru einmitt Hollendingar sjálfir sem eru eftirávitrir og segja að þeirra eigin seðlabanki hefði aldrei átt að leyfa starfsemi Icesafe í Hollandi. Þar með eru þeir að lýsa yfir sinni eigin ábyrgð.
Magnús Óskar Ingvarsson, 11.5.2010 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.