29.5.2010 | 05:10
Ekki er það pólitískt gáfulegt
að gefa svona yfirlýsingar eins og Sóley núna og Dagur B. Eggertsson í gær eða fyrradag. Ef við nú tökum mark á þessu útilokunarrausi þeirra þá eru ekki nema tveir möguleikar í Reykjavík til meirihlutasamstarfs tveggja flokka miðað við það að kosningaspár rætist. Ef það nú gengur eftir að Besti flokkurinn fái 6, D fái 5, S fái 3 og V fái 1, þá eru möguleikarnir eingöngu Æ+D eða Æ+S. Þetta eru að sjálfsögðu fín tíðindi fyrir Jón Gnarr, því að með þessum yfirlýsingum eru þau Dagur og Sóley búin að negla hann inn í borgarstjórn. Þó svo að þau vildu gjarnan starfa saman eftir kosningar í anda Jóhönnu og Steingríms þá er í meira lagi ólíklegt að atkvæðin hrúgist svo á þau frá því sem spár gefa til kynna, að þau fjölgi fulltrúum úr 4 upp í 8. Fyrr mætti nú vera skekkjan í spánum!
VG útilokar samstarf við Sjálfstæðisflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hugleiðingar
Tenglar
Mínir tenglar
- Wikipedia á íslensku Sívaxandi fróðleiksbrunnur...
- Heimshlýnunarofsatrúin Síða sem sýnir fram á bullið
- Heimshlýnunarrugl-2 Þetta er jafnvel betri síða
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er fátt pólitískt gáfulegt né stjórnunarlega gáfulegt sem kemur frá VG þessi misserin.
Það var svosem ekki gáfulegt áður í landsmálunum - en þá skipti það ekki máli - VG var utan stjórnar - í dag er þetta stórskaðlegt.
Grínið var líka óskaðlegt þangað til það breyttist í ógn við borgarbúa - ógn sem getur valdið skaða í mörg mörg ár.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 29.5.2010 kl. 07:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.