Dómstólaleiðin

Það er algjör nauðsyn að dómstólaleiðin verði farin í þessu máli. Engin hætta er á að útkoman úr slíku yrði verri en sú niðurstaða sem Jóhanna og Steingrímur gætu hugsanlega náð. Skrýtið ósamræmi kemur fram á milli ummæla íslenskra ráðherra og Hollendingsins. Hann heldur því fram að beðið sé eftir svari Íslands við "tilboði" frá því í vetur. Íslenskir ráðamenn hafa margsagt á síðustu mánuðum að þeir hafi reynt allt hvað þeir geta að fá Breta og Hollendinga að samningaborði, en hafi í engu verið svarað. Við munum að sjálfsögðu borga það sem okkur ber eftir að dómur hefur fallið í málinu. Fyrr en slíkur dómur fellur höfum við um ekkert að ræða við ríkisstjórnir þessara landa.
mbl.is Dómstólaleiðin í raun farin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður eru litlar líkur á því að við vinnum. Bretar og Hollendingar eiga eftir að senda her af lögfræðingum.

Bjarni (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 20:56

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Að við vinnum hvað? Niðurstaðan verður örugglega betri en það sem Jóhanna og Steingrímur eru tilbúin til að samþykkja, svo að vonandi ná þau aldrei fram neinum samningaviðræðum. Við borgum bara það sem dómur tiltekur að við eigum að borga þegar þar að kemur. Einfalt.

Magnús Óskar Ingvarsson, 3.6.2010 kl. 21:29

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og ef dæmt verður svipað og ESA gerði að Ísland ætti að borga 20.000 evrurnar, sem gera þá tæplega 600 milljarða.  Hvernig ætlar þú að borga það?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.6.2010 kl. 22:43

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit Um 600 miljarða

Kannski verður líka dæmt að Ísland eigi að greiða meira.  Ekki hægt að útiloka það.

Eða hvað, ætla menn kannski að "semja fyrir dómsstólum" eins og einhver stakk uppá?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.6.2010 kl. 22:46

5 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Ómar: Steingrímur og Jóhanna eru tilbúin að skrifa undir samninga sem fela í sér miklu hærri greiðslur en það. Hvernig ætlar þú að borga það?

Magnús Óskar Ingvarsson, 4.6.2010 kl. 01:14

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Her af lögfræðingum" Er það eitthvað að óttast? Við erum með þrjár lagadeildir á háskólastigi hérna á Íslandi, höfum nú smá trú á getu þeirra þar til annað kemur á daginn. Þjóðverjar sem eiga sterkustu handboltadeild í heimi búa yfir "her" af góðum leikmönnum, samt vinnum við þá oft. Stærðin skiptir ekki alltaf máli.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.6.2010 kl. 04:57

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"Steingrímur og Jóhanna eru tilbúin að skrifa undir samninga sem fela í sér miklu hærri greiðslur en það"

Nei.

"Hvernig ætlar þú að borga það?"

Eignir hins fallna banka verða hámarkaðar og ganga uppí skuldina á mörgum árum.  Það sem þá kann hugsanlega eftir að standa af íslands hluta skuldarinnar verður greiddur á enn fleiri árum með margskyns hámörkum og skilyrðum etc. sem nánar er farið í samningunum.

Hélt nú að allir vissu þetta eftir þá "litlu umræðu" sem fram hefur farið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.6.2010 kl. 11:37

8 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Og heldur þú, Ómar, að eignir hins fallna banka muni ekki ganga upp í skuldina ef málið fer í dóm? Mér finnst eitthvað skrölta hjá þér, ég bara get ekki að því gert.

Magnús Óskar Ingvarsson, 5.6.2010 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband