Æ sér gjöf til gjalda

Æ sér gjöf til gjalda segir máltækið. Kínverjar ætlast til að fá að njóta þessarar góðmennsku sinnar í ýmsu formi hér á landi. Þeir vilja til dæmis fá aðstöðu fyrir umskipunarhöfn. Þeir vilja einnig gerast umsvifamiklir í orkumálum og orkunýtingu hér.

Ágætt gæti verið fyrir okkur að fá örlítið brot af kínverskum ferðamönnum hingað til lands. Enginn Kínverji ferðast um heiminn nema hann sé mjög ríkur. Aðeins lítill hluti Kínverja eru mjög ríkir. Það er hins vegar samt svo mikill fjöldi að við skulum innilega vona að aldrei detti þeim í hug að fara að fjölmenna hingað, því að líklega sykki þá Ísland í sæ undan þunganum. Flott væri að fá svona 10 - 15 af hverri milljón Kínverja, við gætum líklega ráðið við það og tekjurnar af þeim kæmu í góðar þarfir.


mbl.is Kína hjálpaði Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ísland er á góðri leið með að verða nýlenda einhverntíman í ekki svo fjarlægri framtíð ef þróun undanfarinna nokkurra ára heldur áfram. Þeir byrja smátt, rétta okkur smá gulrót fyrst og ef við bítum á agnið þá er ekkert aftur snúið, verst að íslendingar segja ekki orð, eins og þetta magma mál, mér fannst sá gjörningur vera landráð og ekkert annað.

Þú ferð ekki og réttir sveltandi barni brauð og kallar það góðverk og heimtar svo um leið að barnið gefi þér jakkann sinn á móti. Eða allavega er það mjög hrokafullt af kínverjum að koma hérna inn með einhverja smáura á þeirra mælikvarða (gulrótin) og þykjast vilja hjálpa okkur, og svo um leið tala þeir um að komast í orkuvinnsluna hérna, opna umskipunarhafnir og olíuvinnslu þegar norðurleiðin opnast gegnum íshafið ofl í þeim dúr. Og fólk segir bara ohhhhh æðislegt money money money seljum ömmu og afa svo við getum átt jeppann áfram. Íslendingar hafa nákvæmlega ekki snefil af sjálfstæðisanda eða sjálfsvirðingu eftir.. látum bara heiminn taka okkur í þurrt r**** allveg eins og við látum útrásargerpin og ríkisóstjórnina gera, við erum hvort eð er orðin svo aum í r**** að smá sársauki í viðbót skiptir varla mál.

En jæja leggjum endilega grunninn að því að missa sjálfstæði okkar og auðlindir, um að gera, við erum hvort eð er byrjuð með þessu magma landráðamáli.

Kristbjörg Einarsdóttir (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband