Siðblindir

Steingrímur og Gylfi eru báðir siðblindir í málinu.

Í fyrsta lagi þá hefur Hæstiréttur kveðið upp úr um það að gengistrygging lána í íslenskum krónum var ólögleg og fellur þess vegna út úr samningunum. Það er ekkert óljóst við þetta.

Í öðru lagi þá segjast þeir vera að gæta að hagsmunum almennings svo að réttur þeirra sem eru með vísitölutryggð lán verði ekki fyrir borð borinn. Þá er nú það að athuga að það er ekkert verið að skerða þeirra rétt með neinum hætti þó að hagur annarra sé bættur. Hins vegar væri ekki úr vegi að þeir athuguðu það, að vegna hrunsins og aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar í kjölfarið hefur lánskjaravísitala hækkað óralangt umfram það sem nokkurn tímann var við búist. Þar er um fullkominn forsendubrest að ræða. Ég hef í mínum bloggum bent á það mörgum sinnum að auðvelt væri að koma til móts við þennan hóp lántakenda með því að skipta vísitölubótum til helminga (eða í einhverju öðru hlutfalli). Þetta er reikningslega mjög einfalt. Þá verða báðir aðilar að axla nokkra ábyrgð á gerðum sínum, lántakinn og lánveitandinn. Þegar Pétur Blöndal gefur yfirlýsingu um að þetta væri það vitlausasta sem hægt væri að gera verð ég alveg fullviss um að þetta sé hin rétta leið.

Í þriðja lagi er það alveg galið að senda út tilmæli til lánastofnana um að innheimta seðlabankavextina, 8,25% eða hvað þeir nú eru. Til slíks standa engin lög og með því eru ríkisstjórn, seðlabanki, fjármálaeftirlit og lánastofnanir (ef þær fara að tilmælunum) öll orðin lögbrjótar. Ef ríkisstjórnin virkilega vill haga málum svona, þá verður hún að setja lög sem tryggja að þannig verði á málum haldið. Slík lög yrðu þó alltaf vafasöm í besta falli, því að á Íslandi er bannað í stjórnarskrá að setja afturvirk lög. En eins og ríkisstjórnin hefur margsinnis sýnt og sannað þá er henni það andskotann eitt hvað stjórnarskráin segir.

Í fjórða lagi þá er það svo að dómstólum ber að dæma eftir lögunum og lögunum einum. Það þýðir það að sanngirni (sem menn eru síðan alls ekki sammála um hvað er í þessu tilviki) kemur málunum ekkert við, heldur eingöngu laganna bókstafur. Ef að lög eru ekki til um tiltekið atriði, þá getur dómurinn ekki dæmt eða hvað?

 Fróðlegt verður að fylgjast með framvindunni.


mbl.is Niðurstaða dómstóla í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

STRÚTAR!

Sigurður Haraldsson, 30.6.2010 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband