Heyr á endemi!

Þvílíkt rugl sem SFF (Samtök fjármálafyrirtækja) láta frá sér fara. Að halda því fram að Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið hafi „skorið úr um mikilvægt atriði“ sem óvissa ríkti um í kjölfar dóma Hæstaréttar er eins fráleitt og orðið getur. Þrátt fyrir mátt og megin þeirra tveggja apparata sem hér um ræðir verður að segja eins og er, að þau hafa enn ekki fengið dómsvald í hendur og hafa því eðli málsins samkvæmt ekki skorið úr um eitt eða neitt.

Svo segir í fréttinni: „SFF telja mikilvægt að þessari óvissu hafi verið eytt en árétta að enn ríkir óvissa um hvaða lánssamningar falli undir tilmælin. SFF hvetja stjórnvöld til að tryggja að sem allra fyrst verði skorið endanlega úr um þau óvissuatriði sem uppi eru. Miklu skiptir að dómstólar landsins vinni þau mál hratt og örugglega.“ 

Eins og augljóst er af þeirri staðreynd að SÍ og FME hafa ekki dómsvald, þá hefur engri óvissu verið eytt. Ef eitthvað er þá hefur verið aukið stórlega á hana með þessum fíflagangi. Þetta er svo augljóslega runnið beint undan rifjum ríkisstjórnarinnar (Gylfa Magnússonar) en seðlabankanum og hinu handónýta fjármálaeftirliti er beitt fyrir vagninn og svo kemur ríkisstjórnin saman á fundi og klappar og segist vera að gæta hagsmuna alls almennings!

 


mbl.is Vilja skoða lagasetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Það er ömurlegt til þess að hugsa að almenningur í þessu landi sé alltaf látinn gjalda fyrir óráðsíu fjármálastofnana.  Reglur eru endalaust beygðar og brotnar þannig að það komi illa við venjulegt fólk, en bankar og ýmsar fjármálastofnanir setja reglur eftir eigin hentisemi þrátt fyrir að lög segi til um eitthvað allt annað.

Það er líka skrýtið til þess að hugsa að umrædd fyrirtæki virðast ekki þurfa að lúta lögum, nei það hentar þeim ekki núna

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 1.7.2010 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband