2.7.2010 | 17:25
Stutt í samning?
Nefndirnar geta svo sem samið sín á milli um hvað sem er. En höfum í huga að ekki er hægt að skuldbinda íslenska þjóð án þess að samþykki Alþingis komi til í formi laga frá Alþingi. Enginn vafi er á því að svo öflug eru tök Jóhönnu og Steingríms á flokksmönnum sínum að þeim tækist að merja slíkt í gegn. Þá brýtur enn og aftur á Ólafi Ragnari. Ég treysti honum til að hafna slíku eins og hann hefur áður gert. Þá kæmi til kasta nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Og enn og aftur yrði öllum afarkostum hafnað.
Gerum samninganefndunum ljóst að aldrei verður neitt samþykkt nema að það feli í sér að allar eignir Landsbankans verði metnar og gangi upp í skuld Landsbankans. Það sem út af stendur, sé það nokkuð, má síðan ræða um ef vextir á því eru sanngjarnir, svona 2-3%, en 5% eru glæpavextir. Sumir halda að það muni nú svo sem ekki miklu, hvort að vextir eru 3% eða 5%, en þeim hinum sömu til upplýsingar skal á það bent að tvöföldunartími fjárhæðar á 3% vöxtum eru nokkurn veginn 24 ár en á 5% vöxtum ekki nema rúm 14 ár. Það munar ansi miklu þegar þannig er skoðað.
Telji Bretar og Hollendingar þetta vera óaðgengilegt verða þeir að sækja málið að lögum, en eins og oft hefur komið í ljós, þá vilja þeir alls ekki fara þá leið. Ég hef nokkrum sinnum áður bent á hvers vegna það er og endurtek það ekki hér. En þessi staðreynd styrkir mjög samningsstöðu okkar ef eitthvað er.
Icesave samningar halda áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hugleiðingar
Tenglar
Mínir tenglar
- Wikipedia á íslensku Sívaxandi fróðleiksbrunnur...
- Heimshlýnunarofsatrúin Síða sem sýnir fram á bullið
- Heimshlýnunarrugl-2 Þetta er jafnvel betri síða
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvers vegna að semja um einhverja vexti? Samningamenn okkar verða að stilla upp kröfu (uppreiknaða) okkar íslendinga á afleiðingum hryðjuverkalaganna. Semja má um vexti við Breta á þeirri kröfu og ekkert annað.
Spyrja má einnig Bretanna hvers vegna þeir hafa haft innistæður LÍ á vaxtalausum reikningum hjá sér. Það má einnig spyrja Breta hvers vegna fé LÍ var flutt til Hollands. Það má spyrja Bretana hvort þeir séu að rukka fyrir breska ríkið eða tryggingafélög breskra banka, sem greiddu innistæðueigendum. Það má spyrja Breska samningamenn um hvað Breska Ríkið hafi lagt mikið út vegna Icesavereikninga. Það má spyrja Bretana hvort LÍ hafi ekki greitt til breskra tryggingasjóða, eða frá 2001 eða svo. Það má spyrja þá um umræður á Breska þinginu um stöðu og tryggingar Landsbankans vegna Icesave í júni 2008. (fléttið upp á því)
Spyrja má samninganefnd Bretanna um umboð sitt til að semja!!! Ný ríkisstjórn nýtt umboð?
Niðurlag. Engir samningar. Þeir fá eignir landsbankans í gegnum kröfu Breskra tryggingafélaga sem greiddu lágmarks innistæður vegna Icesave. Það var ekki Breska Ríkið sem greiddi og hvers vegna eru þeir að rukka.
Eggert Guðmundsson, 3.7.2010 kl. 00:52
Bravó Eggert, þú ert minn maður. Ég óttast hins vegar að samningar leiði af sér verri stöðuna. Þess vegna hef ég mörgum sinnum skrifað gegn samningum eins og þú ert að gera hér.
Magnús Óskar Ingvarsson, 3.7.2010 kl. 05:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.