Gæti ógnað ríkisstjórninni!

Það er nú ekki vonum fyrr að upp komi mál þar sem ósamlyndi flokkanna komi alvarlega upp á borðið eins og nú er að gerast í þessu máli. En hér er allt dæmigert fyrir fádæma léleg vinnubrögð þessarar ríkisstjórnar, sem aldrei birgir brunninn fyrr en eftir að barnið er dottið ofan í hann. Hverju barninu á fætur öðru er fórnað. Alltaf er viðkvæðið að ef barn detti ofan í og drukkni, þá verði nú eitthvað gert til þess að smíða lok.

Í þessu Magma-máli er búið að vera hverjum græningja ljóst í fjölmarga mánuði hvert stefnt var. Ríkisstjórn Íslands gat þó aldrei séð það, eða bara stóð alveg á sama. Hvers vegna voru ekki allir í VG og sumir í Samfó búnir að vakna til vitundar fyrr? Vandalaust hefði verið fyrir vakandi ríkisstjórn að smíða brunnlok með því að breyta lögum og reglugerðum sem hefðu komið algjörlega í veg fyrir þessa sölu. Það að tala eftir á um að breyta samningnum, rifta honum eða hvað það nú kann að vera er ekkert annað en áfellisdómur um dáðlausa ríkisstjórn.

Fullyrðing Atla Gíslasonar um að samningurinn sé ógildur og ólögmætur er því miður tómt píp enda styður hann hana engum rökum.  Það er hinn bitri sannleikur að í málinu var snúið á vilja þjóðar og líklega meirihluta Alþingis með því að fara eftir lögunum út í æsar.


mbl.is Gæti ógnað ríkisstjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband