12.8.2010 | 13:25
Ólíðandi
Þau viðteknu vinnubrögð launanefnda sveitarfélaganna annars vegar og ríkisins hins vegar, að semja ekki og láta stéttir vera án samninga jafnvel svo árum skiptir, eru forkastanleg og ólíðandi. Oft hefur það gerst að samninganefndarmenn á vegum ríkisins hafa mætt á samningafund eftir dúk og disk til þess eins að lýsa því yfir að þeir hafi ekki umboð til þess að semja um eitt eða neitt. Til hvers var þá skipuð samninganefnd? Og til hvers voru þeir að mæta á fund?
Það verður að krefjast þess að í landinu séu starfhæf slökkvilið og sjúkraflutningaþjónusta. Það felur það í sér að það verður að semja við þessar starfsstéttir. Þó held ég að það sé alveg ljóst að ekkert mun verða af samningum í dag og því skellur þetta 16 stunda verkfall á á morgun. Ég lýsi allri ábyrgð alfarið á hendur sveitarfélaganna og samninganefndum þeirra.
Vinnubrögð af þessu tagi eru ólíðandi og forkastanleg.
Samningafundur hafinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hugleiðingar
Tenglar
Mínir tenglar
- Wikipedia á íslensku Sívaxandi fróðleiksbrunnur...
- Heimshlýnunarofsatrúin Síða sem sýnir fram á bullið
- Heimshlýnunarrugl-2 Þetta er jafnvel betri síða
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.