Biskupi vafðist tunga um höfuð

Mér fannst merkilegt að hlusta á biskupinn í Kastljósinu í gær. Hann hélt því fram fullum fetum að hann gæti ekki rengt frásögn kvennanna sem ákærðu Ólaf Skúlason fyrir margt löngu. Gott hjá honum að rengja þær ekki. EN ... Hann gat með engu móti játað því að hann tryði sögu þeirra. Það fannst mér lítilmannlegt af honum. Því tek ég alveg undir það sem Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, sagði í viðtalinu í kvöld: Biskup þarf að játa það opinberlega að hann trúi þessum frásögnum, biðjast afsökunar fyrir hönd kirkjunnar (og jafnvel sjálfs sín) fyrir það hvernig EKKI hefur verið haldið á málum og gefa fyrirheit um það að framvegis verði mál af þessum toga (sem vonandi verða aldrei mörg) tekin föstum og ákveðnum tökum. Þeir sem ekki trúðu frásögnunum fyrir margt löngu geta varla efast eftir að dóttir biskupsins sáluga sagði sína sögu. Eða trúir séra Karl því kannski að hún ljúgi að ósekju upp á föður sinn látinn?
mbl.is Einsettu sér að opna umræðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst vanta hvernig kirkja tók ekki á þessu meðan fólk á þeim tíma tók sér það að vinna þá vinnu þar sem hvorki stjórnvöld né dómsvald og kirkja , tóku enga afstöðu til að byggja landið á lýðræðislegan máta, Þöggun er eitthvað sem hersetur þetta land og þeim sem því stjórna. Opinnberum gögn ríkis og dómsvalds og látum rannsaka háttsemi æðstu manna seinni tíða.  og málefni þessa lands hætta ekki fyren lýðræðishallinn réttist við. Og þessi ríkisstjórn hætti að leggja þungan á almenning.

Kristján Loftur Bjarnason (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband