Tillaga Atlanefndar felld?

Það væri eftir öllu. Er þingmönnum fyrirmunað að skilja að þeir eru að móta álit þjóðarinnar á samkundunni? Það kemur í ljós í dag hverjir hafa kjark og hverjir eru kjúklingar. Það verður víða og vandlega bókað. Ljóst er að einstaklingar í hópi þingmanna, sem greiða atkvæði á móti ákærum, sem og flokkar sem verða í áberandi meirihluta á móti, munu njóta takmarkaðri vinsælda en annars í næstu þingkosningum. Einhverjir núverandi þingmanna munu falla af þingi vegna þeirrar afstöðu sinnar sem kemur í ljós síðar í dag. En það heitir þá að vísu að standa eða falla með sínum skoðunum og er þá virðingarvert sem slíkt. En hafi nokkru sinni verið fylgst með gjörðum alþingis þá verður svo í dag.
mbl.is Atkvæði um málshöfðun í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mun það auka álit þjóðirannar á Alþingi að hengja fyrverandi ráðherra sem GLÆPAMENN til friða og skemmta lýðnum??  Þetta var vissulega gert í Róm til fórna. Þá var mönnum kastað fyrir ljónin sem var víst býsna vinsæl aþreying.  Það mun allavega ekki auka mitt álit og ég er hluti þjóðarinnar.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 11:30

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Ertu galinn Stefán? Enginn verður hengdur og lýðnum verður ekki skemmt. Heldur eru hér engin ljón. Það þjónar engum tilgangi að vera með svona fleipur. Mér skilst að hámarksrefsing við vanrækslu- eða ásetningssyndum ráðherra sé allt að tveggja ára fangelsi. Og örugglega er enginn í hættu með að á hann verði felldur hámarksdómur, þú þarft ekki að óttast það. Ef einhverjir dómar yrðu felldir í þessu þá yrðu þeir alveg örugglega skilorðsbundnir, enda öll slík atburðarás táknræn frekar en annað. En það verður stundum að stinga á kýlum. Varðandi það hvernig þitt álit þróast, þá verð ég að sega eins og Dönum er tamt: Jeg er ligeglad.

Magnús Óskar Ingvarsson, 28.9.2010 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband