28.9.2010 | 17:26
Þannig fór um sjóferð þá
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson anda nú léttara. Skiljanlega. Einn situr eftir og verður dreginn fyrir Landsdóm: Geir H. Haarde. Hans ábyrgð sem forsætisráðherra er mest, hann ber ábyrgð á öllum ráðuneytunum í raun. Þessi niðurstaða er samt ekki góð og verður ekki hægt að líta á hana nema sem klúður. Þar er um að kenna þeim Samfylkingarmönnum sem höfðu geð í sér til að neita ákæru á hendur flokkssystkinum, að því er best verður séð eingöngu vegna þess að um flokkssystkin var að ræða. Engin spurning er að þarna réði kúvending Jóhönnu Sigurðardóttur öllu um. Hún ákvað skyndilega að vera alfarið á móti málinu sem hún fram að því hafði stutt. Það var af einskærri hræðslu við persónulegar afleiðingar fyrir hana sjálfa. Nokkrir af hennar hjörð ákváðu að fylgja foringjanum. En það er ábyggilega ekki séð fyrir endann á málum Jóhönnu Sigurðardóttur frekar en Geirs H. Haarde. Það er vafalaust líka heitt undir Össuri Skarphéðinssyni.
![]() |
Mál höfðað gegn Geir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hugleiðingar
Tenglar
Mínir tenglar
- Wikipedia á íslensku Sívaxandi fróðleiksbrunnur...
- Heimshlýnunarofsatrúin Síða sem sýnir fram á bullið
- Heimshlýnunarrugl-2 Þetta er jafnvel betri síða
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Jóhanna og Össur eru landráðapakk og ekkert annað!
Sigurður Haraldsson, 28.9.2010 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.