Fyrsta skref

Þetta er algjörlega fyrsta raunhæfa skrefið af viti sem þessi aulastjórnvöld okkar að öllu öðru leyti hafa tekið í málum heimila sem illa hafa farið út úr hruninu. Sá sem sér fram á gjaldþrot, hvernig sem hann berst í bökkum, sér þó vonandi einhverja vonarglætu fólgna í þeirri vitneskju að hrægammarnir eigi ekki meira en tveggja ára tíma til þess að elta hann. Eftir það geti hann mögulega farið að rétta úr kútnum. Þessi vissa mun tvímælalaust virka í þá átt að draga úr sjálfsmorðum, sem orðin eru ótrúlega algeng í seinni tíð.
mbl.is Skuldir fyrnist á tveimur árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Magnús þetta er gálgafrestur og ekkert annað. Ég vil sjá leiðréttingu koma, ekki að allir missi allt sitt og að það þykji sjálfsagt á sama tíma og það er til fjármagn til að leggi í endurreisn á einum bankanum í viðbót...

Bankarnir geta elt fólkið miklu lengur en 2 ár ef þeir vilja og látið gjaldþrotið elta einstaklingin áfram svo lengi sem bankarnir hafa vit á því að viðhalda kröfu sinni sem þeir munu þá væntanlega gera á 2 ára fresti...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.10.2010 kl. 23:24

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Ekki ef skuldirnar fyrnast á 2 árum frá gjaldþroti, er það? En hinu er ég sammála, að gjarnan vildi ég sjá niðurfærslu lána og niðurfærslu eða fullt afnám verðtryggingarinnar. En ég ber ekki slíkt traust til núverandi stjórnvalda að ég ímyndi mér að þessi stjórn muni sinna slíku.

Magnús Óskar Ingvarsson, 19.10.2010 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband