1.11.2010 | 16:54
slöpp málkennd 7
Það er þetta r eða ekki r. Umferðatafir segir blaðamaður. En nei. Það er rangt. Förum nú í ástæðuna einu sinni enn. Orðið umferð er eintöluorð. Án nokkurs vafa. Við tölum aldrei um umferðir. Þegar við ætlum að búa til samsett orð úr tveimur nafnorðum, umferð og tafir, þá þarf að byrja á því að koma orðinu umferð í eignarfall. Flestir vita að það er síðasta fallið þegar orð eru fallbeygð. Hér er umferð - um umferð - frá umferð - til umferðar. Til umferðar, það er eignarfallið. Þess vegna er samsetta orðið umferðartafir en alls ekki umferðatafir.
Svo má kannski líka hafa orð á fornafnafælni, sem er orðin nokkuð algeng og lýsir sér í því að sama nafnorðið er endurtekið í sífellu innan sömu málsgreinar, þegar engin þörf er á því og betur færi á að nota fornafn. Dæmið hér er Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Blönduósi er lögreglan á leiðinni á staðinn. Þetta er ekki beinlínis rangt, en ósköp leiðigjarnt málfar. Betur færi á að segja: Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Blönduósi er hún á leiðinni á staðinn...
![]() |
Holtavörðuheiði lokuð vegna óhapps |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hugleiðingar
Tenglar
Mínir tenglar
- Wikipedia á íslensku Sívaxandi fróðleiksbrunnur...
- Heimshlýnunarofsatrúin Síða sem sýnir fram á bullið
- Heimshlýnunarrugl-2 Þetta er jafnvel betri síða
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.