Einsöngvari í Iceslave-kór

Gylfi syngur einsöng í Iceslave-kórnum. Dómstólaleið er þyrnum stráð segir hann. Og svo síðar: Öll töf á framgangi þessa vonda máls mun kosta okkur eitthvað.

En staðreyndin er nú sú að allar tafir hingað til á þessu vonda máli hafa verið okkur mjög í hag, svo að telja má í hundruðum milljarða króna. Það finnst Gylfa greinilega ekkert gefandi fyrir. Svo er líka hitt, að eins og Gylfi segir þá hefur það frá upphafi verið krafa íslensku þjóðarinnar að borga ekkert nema eftir dómi. Það hafa Bretar og Hollendingar ekki mátt heyra minnst á. Mér þætti gaman að heyra Gylfa reifa stuttlega ástæður þess. En ég veit að það vill hann sleppa við. Ég veit hins vegar að ástæða dómstólafóbíunnar í Bretlandi og Hollandi er aðeins ein. Þeir vita sig hafa slæman málstað og ef við ynnum, sem þeir telja meira en mögulegt og jafnvel fullvíst, þá hrynur allt bankakerfi allrar Evrópu.

Þess vegna er okkur alveg óhætt að senda þetta ólögvarða rugl þeirra út í hafsauga þar sem það hefur alltaf átt heima. Þeir munu ekki höfða mál undir nokkrum kringumstæðum og varla förum við að lögsækja sjálf okkur? Annars veit ég það nú ekki. Það er engin leið að reikna J+S út. Bretahyskið í ríkisstjórn Íslands.


mbl.is Óvissa framlengd um nokkur ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gylfi er náttúrulega í bullandi pólitík fyrir Samfylkinguna.  Það vita allir.

Nú sér hann fram á, að samningar við ESB dragist á langinn.  Það er honum í óhag.

Hin raunverulega töf er hinsvegar af völdum aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar sem stafar af hugsjónaástæðum.

Skapti Húnason (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 18:10

2 identicon

ég vill ekki borga fyrir glæpamenn gylfi má vera einn af þeim.

gisli (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband