Leynd...

... yfir fundargerðum stjórna fyrirtækja í eigu almennings á aldrei að líðast. Það eina sem af slíku hlýst er botnlaus spilling og óráðsía, því að stjórn sem ekki er undir eftirliti eigenda fyrirtækisins verður fljótlega óstjórn og hyglir sjálfri sér á alla enda og kanta. Dæmi Orkuveitu Reykjavíkur sýnir það og sannar svo að ekki verður um villst. Ætli við þurfum að bíða í 110 ár? Mér skilst að það verði undir þjóðskjalaverði einum komið. Hvað segir Ólafur Ásgeirsson? Að sjálfsögðu verður það stjórnarmönnum þessa tímabils til mikils álitshnekkis þegar hulunni verður svipt af vitlausum ákvörðunum þeirra og endalausum hyglingum, svo að kannski er rétt að leyfa þeim að hvíla í gröfinni í marga áratugi áður en sannleikurinn verður opinberaður. Eða hvað?
mbl.is Vill aflétta leynd af fundargerðum OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nei það má aldrei verða! Almenningur verður að rísa upp gegn þessari ógarstjórn!

Sigurður Haraldsson, 24.4.2011 kl. 21:19

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Annað hvort verður tiltekt gerð hér á Landi eða ekki og það er ekki hægt að leynd verði skellt á...

OR er partur af því sem þarf að útskýra fyrir almenningi vegna þess að þetta er fyrirtæki sem á ekki að geta gengið ílla ef rétt er farið....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 25.4.2011 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband