Mislingar í Evrópu

Mislingar eru háskalegur sjúkdómur. Hann er bráðsmitandi og fer eins og eldur í sinu um landsvæði þar sem fólk hefur ekki verið bólusett gegn honum. Foreldrar, sem eru andvígir bólusetningum, eins og fjallað er um í greininni, eiga ÞVÍ MIÐUR sumir eftir að sjá eftir þeirri skoðun sinni og syrgja börn sín sárt, því að mislingar drepa stöku sinnum. En svo er líka það að mislingar leggjast enn þyngra á fullorðið fólk en börn og iðulega fylgir lungnabólga í kjölfarið. Því er til mikils að vinna að stöðva útbreiðslu sjúkdómsins áður en allt fer í fár.
mbl.is Mislingar breiðast út um Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Hvaða endemis vitleysa er þetta.  Það hafði aldrei heyrst af því að mislingar væru hættulegir fyrr en hægt var að fjöldaframleiða bóluefnið af milljarðafyrirtækjum á borð við Pharmaco ... nú eða Actavis.  Skoðaðu hverjir af fulltrúum WHO eiga hlutabréf í lyfjaframleiðendum, hverjir högnuðust á "heimfarsóttinni" fuglaflensu eða svínaflensu?

Blessaður vertu ekki svona nævur!

Ragnar Kristján Gestsson, 25.4.2011 kl. 09:10

2 Smámynd: halkatla

Hvað ætla foreldrarnir sem létu bólusetja en sátu samt uppi með smitað barn að gera? Það hefur vakið athygli í nýlegum mislingafaraldri í New York að amk 1/3 barnanna sem urðu veik höfðu verið bólusett. Svipað er líklega uppá teningnum hér enda eru þessi lönd engin þriðja heims ríki!

halkatla, 25.4.2011 kl. 10:27

3 Smámynd: halkatla

En nota bene þá deyr nú vanalega enginn úr mislingum, allra síst þau börn sem eru með sterkt og gott ónæmiskerfi sem hefur fengið að styrkjast á mikilvægasta tímanum (amk fyrstu tvö árin) án stöðugra árása frá drullunni í bólusprautunum. Og það er fyndin freudian slip í textanum sem fylgir myndinni í þessari frétt.

halkatla, 25.4.2011 kl. 10:30

4 identicon

Pharmaco og Aktavís hafa ekki alltaf verið til. Og að halda að ALLLTAF séu um að kenna gróðavon er heimska og ykkur væri nær að halda kj. en að vera að væla svona vitleysu. Þið ættuð að lesa ykkur betur til um hvernig þessi sjúkdómur virkar. Þeir sem hafa verið sprautaðir eru ekki endilega vissir um að sleppa við smit, þeir eru líklegri til að fá vægari sýkingu.

Þerruga (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 10:40

5 identicon

eru þið í ruglinu??

byrjið á að vitkast áður en þið komið með svona heimskulegar alhæfingar!

http://is.wikipedia.org/wiki/Mislingar

Mislingar geta VÍST drepið! og það er algjör fásinna að bólusetja ekki

börnin fyrir þeim BARA útaf einhverjum gróusögum sem hafa fyrir löngu

verið afsannaðar!

ókunnug (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 11:03

6 Smámynd: Rebekka

Ragnar, blessaður lestu þér betur til um hvað mislingar eru.  Mislingar eru afar hættulegir og hafa drepið milljónir manns.  Talið er að það deyji að meðaltali 450 börn á dag vegna mislinga.  450 börn Á DAG!  Langflest þeirra búa í Afríku þar sem ekki hefur verið bólusett gegn mislingum.  Leggjum saman tvo og tvo, og reyndu svo að segja aftur að mislingar séu ekki hættulegir...

Að auki er afar lítil gróðavon í bóluefnum.  Oftast þarf bara að bólusetja hverja manneskju 1-3svar sinnum, og svo aldrei meir alla ævina.  Það er líka dýrt að þróa bóluefni þannig að hagnaðurinn er aðeins til afar skamms tíma.  Ég leyfi mér að fullyrða að "venjuleg" lyf eins og Aspirín og Paracetamol séu miklu miklu arðbærari en nokkurt bóluefni. 

Rebekka, 25.4.2011 kl. 11:23

7 identicon

Váá.. þegar ég las titil greinarinnar, sá ég "Múslimar breiðast út um Evrópu".... einhver rasismi í undirmeðvitundinni....

Kristófer (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 16:39

8 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Ragnar og pirrhringur, hér er smávegis lesefni fyrir ykkur til að draga úr hinum greinilega menntunarskorti ykkar. Ég vona samt að þið skiljið eitthvað smávegis í ensku.

http://www.who.int/mediacentre/factsheets/fs286/en/

Pirrhringur ætti líka að reyna að átta sig á því að þegar maður ætlar að ljúga, þá borgar sig að reyna að hafa það trúlegt. Það að þriðjungur sjúlinga í nýlegum faraldri hafi verið bólusettir fyrir verður ekki keypt af honum.

En undirvitund Kristófers hefur rétt fyrir sér í því að Múslimar breiðist út um Evrópu, þó að vandséð sé hvort eða hvernig það tengist mislingunum.

Magnús Óskar Ingvarsson, 25.4.2011 kl. 18:37

9 identicon

Það eru bara kjánar sem halda því fram að bólusetningar séu gróðabrask.

ravavs (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 03:53

10 identicon

Við í hinum vestræna heimshluta, höfum val um hversu langt við göngum í að vernda börnin okkar. Sumir vilja að börnin gangi bæði með belti og axlarbönd eða hjálm og hnakkastuðning. Aðrir hallast frekar náttúrulegri aðlögun. Einhverjir eru svo mitt á milli. Svo eru það að sjálfsögðu eitthvað af skussum sem ekki nenna að pæla í neinu og vilja helst að einhver annar sjái um að börn þeirra séu vernduð. Helst með einni sprautu svo þau þurfi ekki að hafa áhyggjur neinu. - Málið er að sjálfsögðu að foreldrar séu ábyrgir og taki afstöðu. Það á ekki að þvinga neinn til að taka þá afstöðu sem maður sjálfum finnst vera hin eina rétta. Rétt er hinsvegar að kynna málin svoleiðis að foreldrar geti tekið sjálfstæða afstöðu og hún sé virt. Óþörf og svolítið kjánaleg svínaflensubólusetning á öllum Íslendingum ætti að vera skólabókardæmi um hvernig ekki á að framkvæma hlutina með massahræðsluáróðri og forræðishyggju þeirra sem vildu meina að það væri hið eina rétta í stöðunni. 

Thor Svensson (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 16:26

11 identicon

http://www.who.int/mediacentre/factsheets/fs286/en/

Hjortur (IP-tala skráð) 1.5.2011 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband