Hvað dvaldi orminn langa?

Nú eru 4 ár eða svo frá hvarfi litlu stúlkunnar. Allt rannsóknarferli málsins var með eindæmum. Til dæmis voru foreldrarnir ekki handtekin fyrr en heilum mánuði eftir hvarfið. Þetta segi ég ekki vegna þess að ég telji þau vera sek, heldur reyndar þvert á móti. Það er vissulega nægilega algengt að foreldrar drepi börnin sín til þess að þegar svona gerist þá þarf að handtaka foreldrana fyrsta af öllum, þó ekki væri til annars en að staðfesta sakleysi svo að hafið sé yfir vafa. Portúgalska lögreglan klúðraði þessari rannsókn allri frá fyrsta degi.

 Það er einhvern veginn skrýtið að foreldrarnir skuli þurfa að leita til forsætisráðherrans og biðja hann persónulega um aðstoð. Stjórnvöld í Bretlandi hefðu átt að leita diplómatískra leiða mjög fljótlega og bjóða Portúgölum alla aðstoð sína og búa svo um hnúta að ekki væri hægt að hafna því boði. Og að sjálfsögðu ber að beita öllum þeim ráðum sem breska lögreglan hefur yfir að ráða. Samkvæmt fréttinni hefur það ekki verið gert og vekur furðu.


mbl.is Lundúnalögreglan aðstoðar við leitina að Madeleine
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband