Frábært hús

Það var mikil upplifun að fara og skoða þetta einstæða hús í gær. Það er sama hvar á er litið, utandyra eða innan, alls staðar blasir við hversu einstætt þetta er. Það leikur ekki vafi á því að þetta hús á eftir að verða mjög frægt og eftirsótt að hafa komið þar. Hljómsveitir og kórar munu streyma þangað, sem og áheyrendur frá öllum heimshornum. Sumir sækjast eftir tónlistinni, aðrir hafa meiri áhuga á arkitektúrnum og allir fá nokkuð fyrir sinn snúð. Það er upplifun bara að koma þarna inn fyrir dyr. Margt er enn ógert, en salirnir eru tilbúnir og unnið er hörðum höndum að öllum frágangi annars staðar í húsinu. Þrátt fyrir mikla aðsókn gat ég ekki annað séð en að næg bílastæði væru og stöðugur straumur var að húsinu og frá af gangandi, hjólandi og akandi, allavega þá stund sem ég dvaldist þar innan dyra um miðjan dag í gær. Stórkostlegt.
mbl.is Yfir 30 þúsund í Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Che

Nú þegar ég veit að Kristján Jóhannsson var viðstaddur opnunina, þá er ég feginn að mér var ekki boðið.

Che, 15.5.2011 kl. 22:25

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Mér var ekki boðið heldur. En mér gæti ekki staðið meira á sama um það hvort Kristján Jóhannsson var þar staddur eða ekki. Enda mun nærvera hans eða fjarvera engin áhrif hafa á útlit hússins eða ágæti þeirrar tónlistar sem þar verður flutt. En þessa helgi kom tíundi hver Íslendingur að skoða húsið og ekki varð annað séð en að allir væru í hæsta máta ánægðir.

Magnús Óskar Ingvarsson, 15.5.2011 kl. 22:34

3 Smámynd: Che

"Enda mun nærvera hans eða fjarvera engin áhrif hafa á [...] ágæti þeirrar tónlistar sem þar verður flutt."

Sammála.

Che, 15.5.2011 kl. 23:29

4 identicon

Ef mér, öryrkjanum, hefði verið boðið þá hefði ég hugsanlega þegið það.

Baldur (IP-tala skráð) 15.5.2011 kl. 23:53

5 identicon

HALLÓ!!!!? Það var opið hús fyrir þjóðina í 2 daga! Ríka sem fátæka!  Núll 0 -100 ára...

Lesið þið fréttirnar ekki rétt, eða er ég ekki að fatta einhverja íróníu hér að ofan???

Ég sjálf komst ekki á opnun Hörpu þó ég hafi ætlað mér. 

Það voru bara boðskort á föstudaginn. Opið "fyrir alla" hús, til sýnis í gær og í dag!

30.000 gestir fengu ekki boðskort, en fóru að skoða eina af ástæðum sparnaðarins. Pabbi er 83. og skrapp inn til að spræna. Hann sagðist hafa þurft að fara 24 þrep ofaní svartann og ljótann stríðsbúnker sem liti út eins og Seðlabankinn að utan  

Svo leitaði gamli maðurinn að liftu til að komast aftur upp...."en ég endaði með að klifra 24 þrepin uppúr svartholinu og út". sagði hann.

En nú er ég að farast úr forvitni. Er þetta svona svart?  Það hljóta að verða margar liftur og WC í byggingu í höllinni..ef hún klárast

anna (IP-tala skráð) 16.5.2011 kl. 00:30

6 identicon

Kristján Jóhannson er skítseiði og aumingi.  Óperuhóra uppfullur af hroka og virðingarleysi. 

Ólafur Björn Thoroddsen (IP-tala skráð) 16.5.2011 kl. 03:03

7 Smámynd: Che

Eitt er að Kristján hefur alltaf verið að koma sjálfum sér á framfæri, sem er aumkvunarvert. En að ræna einni milljón frá langveikum börnum, eins og hann gerði fyrir nokkrum árum, sýnir skítlegt eðli.

Che, 16.5.2011 kl. 15:02

8 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Ólafur og Che! Að mínu mati hafið þið báðir sýnt af ykkur hér fádæma dónaskap og opinberað ykkar innri mann með ummælum um nafngreindan einstakling. Framvegis mælist ég til þess að þið setjið svonalagað inn á ykkar eigin vefsvæði en látið mig vera lausan við svona skítkast. Ég er enginn varnaraðili fyrir þennan einstakling en mér stendur ekki á sama hvernig þið opinberið hugarfar ykkar hér. Svei ykkur bara og látið ekki sjá ykkur hér framvegis með svona óþverra.

Magnús Óskar Ingvarsson, 17.5.2011 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband