Stemmning

Gaman að sjá þetta orð loksins rétt stafsett. Tvær útgáfur þess hafa tröllriðið öllu að undanförnu: stemming og stemning. Báðar rangar. Hér birtist rétt stafsetning alveg upp úr þurru og kemur á óvart, ekki hefði ég trúað að óreyndu að til væri blaðamaður sem gæti ráðið við það. En batnandi mönnum er vissulega best að lifa og vonandi veit þetta á "betri tíð með blóm í haga" hvað varðar umgengni stéttarinnar við tungumálið sitt.
mbl.is Stemmning á tónleikum Eagles
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óli minn

Ég hef nú aldrei skilið hvaðan þetta "n" kemur þótt ég hafi alltaf þvingað mig til að skrifa "stemmning" í staðinn fyrir "stemming" sem mér finnst einhvern veginn miklu betra og réttara. Geturðu útskýrt það fyrir mér ...þ.e. hvaðan "n"-ið kemur?

Óli minn, 10.6.2011 kl. 21:30

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Nei, Óli minn, ég hef líka velt því fyrir mér, en veit ekki svarið. Hins vegar gerðist það fyrir hátt í hálfri öld að ég var við nám í MR. Þar kenndi mér íslensku sá ágæti cand. mag. Njörður P. Njarðvík. Þá tíðkaðist það að taka nemendur upp og láta þá leysa þrautir. Njörður tók mig upp og ég fékk spurninguna: Hvernig á að stafa orðið stemmning? Ég stafaði: s-t-e-m-m-n-i-n-g. Og af hverju tvö m? spurði Njörður. Af því að stemmning er dregið af sögninni að stemma, svaraði ég. Það er rétt, takk fyrir, sagði Njörður. Hann spurði hins vegar ekki um n-ið. Ég hef enga trú á því að Njörður hafi haft rangt fyrir sér. Samt er það svo að nýleg orðabók Eddu (held ég) gefur tvær myndir orðsins og það eru röngu myndirnar, stemning og stemming. Íslensk orðabók Menningarsjóðs frá 1979, ritstjóri Árni Böðvarsson, gefur eingöngu stemmning en hvoruga hina myndina.

Magnús Óskar Ingvarsson, 10.6.2011 kl. 21:54

3 Smámynd: Óli minn

Við verðum þá bara að bíða eftir einhverjum sem veit þetta fyrir víst og getur útskýrt það. Mér hefur einhvern veginn alltaf fundist þessu "n"-i ofaukið í þessu orði.

Óli minn, 10.6.2011 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband