13.6.2011 | 13:38
Viðsnúningur (af hinu góða)
Þessi ólög áttu aldrei að verða til og eina ástæða þess að þau urðu það var ofstopi og frekja Steingríms og Jóhönnu, sem ætluðust meira að segja til þess að Alþingi samþykkti "samninginn" óséðan og án athugasemda. Það er ótrúlegt en satt að þjóðin naut þeirrar gæfu að þingið gerði uppreisn gegn frekjunni og sagði einfaldlega að ekkert yrði samþykkt óséð. Svo voru settir stífir fyrirvarar. Það var gæfa íslensku þjóðarinnar númer tvö að Bretar og Hollendingar vildu ekki fallast á þá. Svo var það gæfa númer 3 og 4 að þjóðin felldi ruglið sem kom í framhaldinu. Allt var þetta svo gott og sjálfsagt að mati Steingríms og Jóhönnu og Íslands óhamingju yrði allt að vopni ef ruglið yrði ekki samþykkt. Ekki eitt einasta orð af hrakspám þeirra viskubrunna, J+S og þeirra fylgifiska, hefur reynst rétt.
Er nú Alþingi ekki komið í mótsögn við sjálft sig? Varla samþykkir Alþingi lög án þess að þingmönnum þyki rétt að gera svo. Og varla samþykkir Alþingi að ógilda nýleg lög án þess að hinum sömu þingmönnum þyki rétt að gera svo. Ógildingin var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Greiddu Jóhanna og Steingrímur atkvæði? Hverjir greiddu ekki atkvæði? Hverjir voru fjarverandi? Ég vil fá upplýsingar um það.
Fyrstu Icesave-lögin fallin brott | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hugleiðingar
Tenglar
Mínir tenglar
- Wikipedia á íslensku Sívaxandi fróðleiksbrunnur...
- Heimshlýnunarofsatrúin Síða sem sýnir fram á bullið
- Heimshlýnunarrugl-2 Þetta er jafnvel betri síða
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Afhverju athugarðu það þá ekki bara á vef Alþingis? http://www.althingi.is/dba-bin/atkvgr.pl?nnafnak=44974
Atkvæði féllu þannig:
Já: Anna Margrét Guðjónsdóttir, Auður Lilja Erlingsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Árni Páll Árnason, Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Baldur Þórhallsson, Birgir Ármannsson, Björgvin G. Sigurðsson, Björn Valur Gíslason, Eygló Harðardóttir, Guðbjartur Hannesson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar Bragi Sveinsson, Helgi Hjörvar, Huld Aðalbjarnardóttir, Íris Róbertsdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Bjarnason, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Kristján Þór Júlíusson, Kristján L. Möller, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Magnús Orri Schram, Margrét Tryggvadóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Sigurður Kári Kristjánsson, Skúli Helgason, Svandís Svavarsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Valgerður Bjarnadóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Þuríður Backman, Ögmundur Jónasson
Jóhanna greiddi semsagt atkvæði en Steingrímur var fjarverandi.
Næst þarf að afnema ólög nr. 151/2010 um endurútreikning gengistryggðra lána þar sem komið hefur í ljós að þau eru svo flókin að enginn virðist geta farið eftir þeim.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.6.2011 kl. 13:53
Úbbs, já auðvitað! Svona getur gerst þegar maður hugsar ekki nógu rökrétt og er alveg fastur í málefninu. Takk fyrir ábendinguna. Sammála þér um ólög 151/2010 sem og öll önnur óskiljanleg lög.
Magnús Óskar Ingvarsson, 13.6.2011 kl. 21:16
Hvaða munur er á fjarvist og fjarverandi? Greinilegt er að Alþingi gerir greinarmun á þessu tvennu. Mér dettur í hug að fjarvist eigi við um þingmann sem er staddur í þinghúsinu en er ekki í salnum þegar atkvæðagreiðslan fer fram, en fjarverandi séu þeir sem ekki eru í húsinu.
En mér þykir merkilegt að það virðist allt í einu vera svo að á þingi sitji bara 61 þingmaður. Ég tók eftir því að einhverja tvo vantar í þessa nafnalista og virðast eiga að vera í fjarverandi-hópnum. Merkilegt að Alþingi skuli ekki gefa 100% áreiðanlegar upplýsingar á vef sínum.
Magnús Óskar Ingvarsson, 13.6.2011 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.