15.6.2011 | 17:03
Er ekk'í lagi heima hjá þér?
Þetta er bara alls ekki í lagi. Hvað er að hjá þjóðkirkjunni? Manni verður flökurt að lesa svona fréttir. Fólk sem er í nauðum látið ganga bónarveg oftar en einu sinni og er svo hreinlega svívirt með frávísun og neitun. Er ekk'i lagi heima hjá þér? segja krakkarnir þegar gengur fram af þeim. Og nú spyr ég þjóðkirkjuna: Er ekk'i lagi heima hjá þér? Hvað í ósköpunum er að ykkur sem stjórnið þarna? Þetta er bara viðbjóður.
Félagsþjónustan er svo engu betri. Hún getur samt skákað í því skjólinu sem kirkjan getur ekki, að félagsþjónustan verður að dansa eins og pólitískir pótintátar kippa í spottana. En hvað þá varðar þarf ég einskis að spyrja. Ég veit fyllilega að það er ekki allt í lagi heima hjá þeim.
Peningalaus og synjað um aðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hugleiðingar
Tenglar
Mínir tenglar
- Wikipedia á íslensku Sívaxandi fróðleiksbrunnur...
- Heimshlýnunarofsatrúin Síða sem sýnir fram á bullið
- Heimshlýnunarrugl-2 Þetta er jafnvel betri síða
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ekki allt í lagi hjá okkur í dag því miður og virðist sem það verði engin breyting þar á því að stjórnvöld sofa!
Sigurður Haraldsson, 15.6.2011 kl. 17:32
Taka þær þúsundir milljóna sem fara árlega í nokkra presta og skrauthallir þeirra og nota til að hjálpa bágstöddum... Þetta eru um 5000 milljónir sem fara í þetta rugl... gamla draugasögu
DoctorE (IP-tala skráð) 15.6.2011 kl. 17:36
Hjálparstofnun kirkjunnar tók þá ákvörðun að styðja bankana með því að taka upp greiðslukort fyrir matargjöfum. Kerfinu fylgir svo greiðslumat a, la "gamla góða Ísland".
Magnús Sigurðsson, 15.6.2011 kl. 18:50
Heyrði af einni sem ég þekki sem gat ekki sýnt fram á að hún hafi ekki átt neina peninga eftir að hafa borgað skuldir og fl og var neitað... Hún átti að koma með alla reikninga sem hún borgaði og sýna launaseðill...Þetta er ógeð þetta lið sem ÞYKIST vera að hjálpa fólki... er orðin geðveik á þessu..
Ásta (IP-tala skráð) 15.6.2011 kl. 20:51
eða til hvers þurfum við 15 milljarða í utanríkisráðuneytið. löngu þörf á að forgangsraða.
GunniS, 15.6.2011 kl. 21:09
Sniðugt að hún eigi ekki sjónvarp.... hún þarf samt að borga... hvort sem hún á pening eða ekki...
jónatan (IP-tala skráð) 15.6.2011 kl. 22:00
Það mætti alveg upplýsast hverjir hagnist á þessum kortum? Og hversu mikið!
Guðni Karl Harðarson, 15.6.2011 kl. 22:22
Peningarnir sem kirkjan hefur fer í launakostnað-- ekkert eftir fyrir fátæka.
Diddi (IP-tala skráð) 15.6.2011 kl. 22:31
hverjir hagnast á þessum kortum ?? það er búið að frysta skattleysismörk, búið að banna að tengja laun og tekjur fólks við vísitölur, en fyrirtæki og stofnanir fá samt að tengja sína gjaldskrá við vísitölur. búið að gelda verkalýðshreifinguna svo lágmarkslaun er ekkert sem fólk rétt skrimtir á , og að lokum má minnast á verðtrygginguna sem bankarnir lifa á og því má ekki afnema hana. allt hlutir þar sem hinn óbreitti venjulegi borgari tapar á. plús það er búið að hækka skatta og álögur um tugi prósenta, hita , rafmagn, bensín, mat.
svo spyrðu hver hagnast af matarkortum sem fólki sem er á bótum er úthlutað ?
GunniS, 15.6.2011 kl. 22:33
Hjálparstofnun kirkjunnar hefur áður orðið uppvís að svikum, sem Helgarpósturinn fjallaði um á sínum tíma. Er einhver óháður aðili, sem fylgist með, hvort starfsfólkið misnoti ekki aðstöðu sína í eigin þágu, eins og þá?
Steini (IP-tala skráð) 15.6.2011 kl. 22:43
Ó! þú misskilur GunniS ég vildi aðeins beina athyglinni að þessu. Sem og að benda á að það eru bankarnir sem hagnast á kortunum eða fá þeir jú ekki gjöldin fyrir þau þegar að þau er sett í gang?
Það er sem sagt að vera að nota sér neyð fólks en það var það sem ég vildi beina athyglinni að. Bara einn þátturinn enn í fátækragildrunni sem er í gangi.
Ekki misskilja mig. Ég er nákvæmlega sammála sem þú skrifar.
Verðtryggingin hefði tildæmis átt að fara af fyrir löngu!
Guðni Karl Harðarson, 16.6.2011 kl. 00:30
Sem og hljóta bankarnir að hagnast af hverri einustu færslu sem fólk notar þessi kort í búðum.
Guðni Karl Harðarson, 16.6.2011 kl. 00:33
svoleiðis :)
GunniS, 16.6.2011 kl. 07:56
Þakka öllum sem lagt hafa orð í þennan belg.
Magnús Óskar Ingvarsson, 16.6.2011 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.