Olíuslóðir víðar en á Miklubraut

Ég og spúsa mín ókum frá Höfn í Hornafirði til Egilsstaða og Þaðan til Akureyrar og svo heim á Suðvesturhornið í dag. Á leiðinni var heitast 19°C á Egilsstöðum og 18°C uppi á Möðrudalsöræfum. Þegar við komum í Ljósavatnsskarðið í 18°C hita voru áberandi tjöruflekkir í hjólförunum, því að klæðningin bráðnaði í hitanum. Þetta var mjög áberandi og alveg samfellt í Ljósavatnsskarði, síðan blettir í Víkurskarði og á Svalbarðsströnd. Eftir það urðum við ekki vör við þetta fyrr en undir Hafnarfjalli, en það voru mjög minniháttar blettir, enda hafði dagurinn verið mun kaldari þar.

 Eitthvað umþrjúleytið minnir mig, vorum við vestast í Ljósavatnsskarðinu og keyrðum þá fram á slysstað, þar sem smábíll hafði lent í samstuði við rútu og var utan vegar. Lögreglan var á staðnum og því var þarflaust að stoppa, en í útvarpinu heyrðum við síðar að engin slys höfðu orðið á mönnum við þetta óhapp.  En þar sem slysið varð var vegurinn allur löðrandi í bráðinni tjöru. Skyldi hún ekki hafa orðið völd að þessu óhappi?


mbl.is Olíuslóð á Miklubraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband