Þyrlan sótti sjúkling; röng ráðstöfun

Á milli Reyjavíkur og Stykkishólms eru gefnir upp 172 km, segjum bara 180 km. Sjúkrabifreið ekur á 120 km/klst eða meira á köflum og er þess vegna í mesta lagi 1 1/2 klst á leiðinni. Eins og kemur fram í fréttinni var þyrlan kölluð út "á sjötta tímanum". Þetta er nú frekar ónákvæmt, en segjum að það hafi verið klukkan hálf sex, sem getur passað við það að hún lagði upp klukkan 6:50. Hún lendir síðan við sjúkrahúsið í Reykjavík kl. 7:30 samkvæmt fréttinni. Sem sagt: Það tekur þyrluna í þessu tilviki 2 klukkustundir að koma sjúklingnum á leiðarenda, þar sem sjúkrabíllinn hefði þurft eina og hálfa. Til þess að rétt sé að senda þyrlu þarf annað hvort að vera um miklu lengri vegalengd að ræða eða þá staðsetningu þar sem engum bíl er fært eða torfærur. Tekið er fram í fréttinni að konan hafi verið mjög veik. Því hefði verið sjálfsögð ráðstöfun að senda lækni með henni í sjúkrabíl. Það hefði líklega verið svona 10 sinnum ódýrara og auk þess 30 mín fljótlegra og minna álag á sjúklinginn heldur en þyrluflugið er. Svo að þessi ráðstöfun virðist hafa verið alveg kolröng.
mbl.is Þyrlan sótti sjúkling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Magnús... það tók þyrluna um 40 mínútur með konuna suður, auk þess að fagfólk var í þyrlunni. Auk þess eru ekki ALLTAF læknar á lausu til að senda með sjúkrabilum suður og skilja heilt bæjarfélag eftir.

Í þessu tilviki þekki ég til svo ég spyr: HVAÐ ER RÉTT RÁÐSTÖFUN OG HVAÐ RÖNG.... HVER METUR ÞAÐ HVERJU SINNI. SKIL VEL AÐ ÞYRLUNA Á EKKI AÐ OFNOTA Í VITLEYSU... T.D. ÖKLABROT Í ÓBYGGÐUM.. EÐA HALLÓ ÉG ER TÝND. NEI EKKI VILDI ÉG TAKA ÞESSA ÁKVÖRÐUN OG HVAÐ ÞÁ RAKKA HANA NIÐUR ÞEGAR LÍF FÓLKS ER Í VEÐI.

NJÓTTU VEL OG VONANDI ÞARFTU ALDREI Á ÞYRLUHJÁLP AÐ HALDA ÞEGAR SLEGGJUDÓMURINN OG BESSERVISKAN FER MEÐ ÞIG

Anna Sigríður Guðmundsd (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 15:29

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Takk fyrir hlýjar óskir Anna.

En það tók líka 40 mín fyrir þyrluna að fljúga til Stykkishólms + útkallstíma sem er 20 - 30 mín + tímann á staðnum sem er líklega um 15 mín. Samtals um 2 klst. eins og ég sagði. Það er læknir á staðnum sem metur þörfina fyrir þyrlu. Það vitum við bæði. Sjúklingurinn er ekkert betur settur í þyrlu heldur en í sjúkrabíl með lækni. Í þessu tilviki er ekki spurning hvort var hagkvæmari kostur. Þá er ég ekki að tala um peninga heldur hagsmuni konunnar. Og talandi um að skilja heilt byggðarlag eftir án læknis ef hann fer með sjúkrabílnum, við getum líka horft þannig á að við skiljum allt landið eftir þyrlulaust á meðan hún er í svona útkalli.

En þetta er auðvitað bara sleggjudómur og besserviska eins og allt annað sem ég skrifa.

Magnús Óskar Ingvarsson, 1.9.2011 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband