Krugman: Ísland gerði rétt - / (en það var ekki án skaða)

Allt má það vera á Ísland hafi gert eitthvað rétt í kjölfar hrunsins og að þjóðin hefði verið ver stödd núna ef ráðstafanir hefðu verið með öðrum hætti. Nóbelsverðlaunahagfræðingurinn Krugman segir að ... "þrátt fyrir að atvinnuleysi sé enn mikið og langt í að bata sé náð, þá sé Ísland ekki lengur statt í kreppu. Landið hafi endurheimt aðgengi sitt að alþjóðlegum fjármálamörkuðum og allt þetta hafi náðst án þess að þjóðfélagið hafi beðið skaða af." (Undirstrikun mín).

Ekki held ég að margir Íslendingar fáist til að taka undir það að þjóðfélagið hafi engan skaða beðið af hamförunum. Öllu nær mun að segja að skaðinn sé ómældur og verði ekki metinn til fulls næstu árin eða jafnvel áratug(i). Þjóðin glataði virðingu út á við, sjálfsvirðingu inn á við, hundruð fjölskyldna lifa nánast við hungurmörk, atvinnuleysi er útbreytt, viðvarandi gengishöft, landflótti vaxandi og þannig mætti lengi telja. Ég er viss um að ef ég næði Krugman á eintal þá myndi hann viðurkenna að vissulega er þetta mikill þjóðfélagslegur skaði.


mbl.is Krugman: Ísland gerði rétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er sami maður og lagði nýlega til að lausnin við efnahagsvanda heimsins gæti falist í fölsku stríði við ímyndaðar geimverur.

Og það er ekki brandari: Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði vill falsað geimverustríð

Guðmundur Ásgeirsson, 1.9.2011 kl. 22:42

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Já, nákvæmlega. Er ekki bara lausnin að allir fari að spila Eve online eða eitthvað?

Magnús Óskar Ingvarsson, 2.9.2011 kl. 01:15

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Stofna samfélag á netinu sem yrði svo gert ábyrgt fyrir öllum skuldum þjóðarinnar.

Óskar Guðmundsson, 2.9.2011 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband