Hvar varst þú 11. september 2001 í hádeginu?

Ég man, eins og gerst hafi í gær. Ég var að kenna í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Það var stærðfræði 503. Við vorum að fara í undirstöðuatriði heildunar og undirtektir voru auðvitað misjafnar. Eins og svo sem alltaf. Tíminn var næstum því hálfnaður þegar einn nemandinn kemur inn og segir upp úr eins manns hljóði yfir alla: Hvað haldið þið að sé að gerast? Pakistan er búið að ráðast á Bandaríkin. Svo stóð hann bara og horfði yfir hópinn, sem lét sér fatt um finnast, því að þetta var alþekktur æringi. Ég leit á hann nokkuð hvasst og þakkaði honum fyrir að heiðra okkur loksins með nærveru sinni. Bað hann um að fá sér sæti og spurði svo: Kanntu annan?

Hann settist og ég hélt áfram ræðu minni um heildunina. Í kringum strákinn myndaðist brátt skvaldur. Allt í einu stóðu nokkrir nemendur í kringum hann á fætur og gengu út. Þau báðu ekki leyfis. Þau sögðu ekkert, bara stóðu upp og fóru, hann fór líka. Þetta var eitthvað óvenjulegt og það var ekki kennsluhæft í bekknum, hverju sem um var að kenna og ég hætti því öllum kennslutilraunum þegar svona 15 mínútur voru eftir af tímanum.

Ég hélt sem leið lá upp á kennarastofu og fékk þar fréttirnar: Flugvél flaug inn í annan turninn í World trade center, menn nefndu slys eða Pakistanska hryðjuverkamenn, það breyttist síðar...

Svo komu framhaldsfréttir: Önnur flugvél flaug inn í hinn turninn, þetta var árás en ekki slys. Ég held að þessi kennslustund hafi verið síðasta kennslustundin í töflunni minni þennan daginn. Ég man það ekki glöggt. En hitt veit ég, að þennan dag var ekki meira kennt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband