24.10.2011 | 18:43
Krókódílstár
Ég er þeirrar trúar að Steingrímur gráti krókódílstárum yfir afsögn stjórnar bankasýslunnar. Það gefur honum færi á að koma leiðitamari einstaklingum þangað inn. Hins vegar kemur á óvart að hann skuli ekki sjá neitt athugavcert við ráðningu Páls Magnússonar. Samkvæmt fréttum er sú ráðning lögbrot, því að lög áskilja að forstjóri Bankasýslunnar hafi bæði menntun og reynslu á sviði fjármála, en Páll hefur hvorugt. Hann er hins vegar menntaður guðfræðingur og ætti því að ganga kirkjunni á hönd og öll reynsla hans er pólitísk frá ráðherratíð Valgerðar Sverrisdóttur, þegar bankarnir voru gefnir vildarvinum tveggja flokka.
Harmar afsögn stjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hugleiðingar
Tenglar
Mínir tenglar
- Wikipedia á íslensku Sívaxandi fróðleiksbrunnur...
- Heimshlýnunarofsatrúin Síða sem sýnir fram á bullið
- Heimshlýnunarrugl-2 Þetta er jafnvel betri síða
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu þá að vísa til 6 gr. laga um Bankasýslu ríkisins Magnús?
6. gr. Hæfisskilyrði.
Stjórnarmenn og forstjóri skulu hafa haldgóða menntun auk sérþekkingar á banka- og fjármálum.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 24.10.2011 kl. 18:58
Það hlýtur að vera þjóðinni mikið harmsefni að Steingrímur skuli harma þessa hörmulegu afsögna harmþrunginnar stjórnar bankasýslunnar.
Árni Gunnarsson, 24.10.2011 kl. 19:19
Utanríkisráðherra = fiskifræðingur.
Fjármálaráðherra = jarðfræðingur.
Forsætisráðherra = flugfreyja.
Þetta getur ekki orðið betra,... er það?
Jóhanna (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 19:33
Leggja niður bankasýsluna og fleiri heimskulegar stofnanir sem eru eingöngu hugsaðar til að redda háskólamentuðum þurfalingum vinnu :)
Kristján (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 19:41
Talandi um hámenntaða þurfalinga á jötunni!
Hefur þeim ekki fjölgað um nokkurhundruð eftir hrun?
jónatan (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 20:01
@Þorsteinn: Ég veit svosem ekkert um í hvaða grein þetta er, þetta hefur bara verið tíundað í fréttum. En mér finnst samt trúlegt að þetta sé greinin.
Magnús Óskar Ingvarsson, 24.10.2011 kl. 21:19
Steingrímur J. hefur tekið upp símtólið og hefur tekið ákvörðun um að þessi Páll Magnússon fái starfið. Ef stjórnin hefur sagt af sér, þá er það einmitt það sem mörðurinn hefur viljað, því þá getur hann ráðið sína skíthæla í stjórnina og fylgst betur með.
Eruð þið ekki ennþá farin að læra á Íslensku klíku pólutíkina.
Ef ég væri náskyldur þessu svíni, og hefði áhuga á djobbinu, þá hefði ég fengið það möglunarlaust. Ég tek fram, að ég hef enga menntun í þetta, en það skiptir engu máli. Klíkan er fyrir öllu á Íslandi. Hef rynslu. No problem.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.