12.11.2011 | 01:37
Grjónjóttur?
Egils gull er góður bjór fyrir þá sem á annað borð þykir bjór góður. En umsögn dómnefndar vakti furðu mína, sér í lagi orðskrípið "grjónjóttur" og var það haft um ilm bjórsins. Mér er spurn, hvað í ósköpunum er grjónjóttur ilmur? Ég held að þetta sé örugglega í fyrsta sinn sem þetta furðulega orð birtist á prenti (ef svo má segja), alla vega finnur Google ekkert annað dæmi en bara þetta. Hvernig var umsögnin á ensku (sem vafalítið hefur verið það mál sem dómnefndin notaði)?
Egils Gull besti standard lagerbjórinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hugleiðingar
Tenglar
Mínir tenglar
- Wikipedia á íslensku Sívaxandi fróðleiksbrunnur...
- Heimshlýnunarofsatrúin Síða sem sýnir fram á bullið
- Heimshlýnunarrugl-2 Þetta er jafnvel betri síða
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ætli dómnefndin viti það sjálf, þetta hefur átt að hljóma gáfulega.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.11.2011 kl. 09:08
Orðskrípið er ekki frá dómnefndinni komið, því að hún kann enga íslensku hvað þá að hún hafi heyrt orðið "grjónjóttur". Það er bla-bla maðurinn sem heldur að þetta sé íslenska.
Magnús Óskar Ingvarsson, 12.11.2011 kl. 13:04
Grjónóttur er slæm tilraun til að þýða enska lýsingarorðið 'Grainy' og ætti að þýða frekar sem kornóttur afþví að það er verið að vísa í bragðið af korninu sem er notað við bruggunina. Egils gull er fremstur meðal jafningja og það er engin spurning um það, þetta er svona eins og að dúxa úr Öskjuhlíðarskóla.
stebbi (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 22:36
Nei, stebbi, það er ekki verið að ræða bragð, heldur ilm. Ilmur getur ekki verið "kornóttur", grainy aroma er kornilmur en ekki kornóttur ilmur.
Magnús Óskar Ingvarsson, 13.11.2011 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.