12.11.2011 | 15:47
The Idiot
Mér er í minni atvik úr menntaskóla. Einn bekkjarbróðir var tekinn upp í frönskutíma og stóð greinilega ekki undir væntingum kennarans, sem var þekktur fyrir að vera hvatvís og láta allt flakka. Þetta var á þeim árum þegar kennarar og nemendur þéruðust. Sem nú nemandinn svaraði einhverju kolvitlaust segir kennarinn allt í einu:
Heyrið mig, hafið þér nokkuð lesið söguna The Idiot eftir Dostojevski?
Nei, svaraði nemandinn umsvifalaust, en hafið þér nokkurn tímann lesið söguna The Selfish Giant eftir Oscar Wilde? Samræðurnar urðu ekki lengri.
Um bloggið
Hugleiðingar
Tenglar
Mínir tenglar
- Wikipedia á íslensku Sívaxandi fróðleiksbrunnur...
- Heimshlýnunarofsatrúin Síða sem sýnir fram á bullið
- Heimshlýnunarrugl-2 Þetta er jafnvel betri síða
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.