15.11.2011 | 21:43
Fullt af viti
Þessi tillaga Péturs er það vitrænasta sem sést hefur í kvótaumfjöllun. En einmitt vegna þess að það er vit í þessu og aldrei má styðja nokkurn skapaðan hlut frá "hinum", sér í lagi ef það skyldi nú vera vit í því, mun þessi tillaga engan framgang hljóta. Málum verður þannig stýrt að ef hún fær nokkra afgreiðslu, þá muni henni ekki ljúka fyrir þinglok og þannig verður málinu ýtt út af borðinu. Þannig eru vinnubrögðin á Alþingi, sem vill svo að fyrir því sé borin virðing.
![]() |
Allir fái veiðiheimildir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hugleiðingar
Tenglar
Mínir tenglar
- Wikipedia á íslensku Sívaxandi fróðleiksbrunnur...
- Heimshlýnunarofsatrúin Síða sem sýnir fram á bullið
- Heimshlýnunarrugl-2 Þetta er jafnvel betri síða
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nákvæmlega þessa aðferð notaði Bórís Jeltsín, Rússlandsforseti, þegar hann einkavæddi allan þjóðarauð Rússa.
Hvernig endaði það? Hverjir eiga olíuna og námurnar í dag.
Þetta er er ekki bara vitlaust heldur hættulegt.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 22:24
Hættulegt og ekki hættulegt... ég held að enginn sé að fara neyða þig til að selja þinn hlut hér á Íslandi.
Þeir sem selja til að eiga fyrir latte geta þá sjálfum sér um kennt :)
Stjáni (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 22:54
Hvað með ófædda íslendinga, fá þeir ekki neitt? Og hvað er virkilega að núverandi kerfi?
Sveinn (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 00:47
Sveinn,
"Hvað með ófædda íslendinga, fá þeir ekki neitt?"
40 ára gildistími.
"Að gildistíma úthlutunar hvers aflahlutdeildarhluta er hlutanum úthlutað að nýju til 40 ára."
Eyjólfur (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.